Frakkar sendu Svía í undanúrslit │ Spánverjar sigruðu Þýskaland Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:37 Spánverjar fagna sigri sínum í kvöld vísir/epa Spánverjar tryggðu sér seinna undanúrslitasætið úr milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta með góðum sigri á Þjóðverjum í lokaleik riðilsins. Danir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn, en Spánverjar og Þjóðverjar tókust á um síðara lausa sætið í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þjóðverja sem voru skrefi á undan fyrsta korterið, en aldrei varð forystan þó meiri en eitt mark. Spánverjar komust yfir eftir 14 mínútur og náðu því yfirhöndinni, en áfram var leikurinn mjög jafn. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu af hálfleiknum sem Spánverjar komust í tveggja marka forystu í fyrsta skipti. Staðan í leikhléi var 13-14 fyrir Spán. Hálfleiksræðan hefur kveikt í spænska liðinu því það var miklu sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Eftir að staðan var 15-15 eftir 33 mínútur skoruðu Spánverjar næstu átta mörk og komu stöðunni í 15-23. Þá kviknaði aftur í Þjóðverjum en það var í raun bara of seint í taumana gripið og Spánverjar fóru með fjögurra marka sigur, 27-31. Króötum dugði jafntefli gegn Frökkum til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin eftir að Noregur hafði betur gegn Svíum fyrr í dag. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Eftir um korters leik var jafnt með liðunum en þá settu Frakkar í annan gír og komu sér upp forystu sem Króatar náðu ekki að vinna til baka. Þegar gengið var til búningsherbergja voru Frakkar með sex marka forystu, 13-19. Leikurinn hékk í fjögurra til sex marka forystu Frakka framan af í seinni hálfleik en Króatar náðu að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 27-30 fyrir Frakka. Liðin sem fara í undanúrslit á Evrópumótinu eru því Frakkland og Svíþjóð úr milliriðli eitt og Danmörk og Spánn úr milliriðli tvö. Frakkar og Spánverjar mætast annars vegar og hins vegar verður Norðurlandaslagur Svía og Dana. Króatía og Tékkland leika um fimmta sæti mótsins. EM 2018 í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Spánverjar tryggðu sér seinna undanúrslitasætið úr milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta með góðum sigri á Þjóðverjum í lokaleik riðilsins. Danir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn, en Spánverjar og Þjóðverjar tókust á um síðara lausa sætið í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þjóðverja sem voru skrefi á undan fyrsta korterið, en aldrei varð forystan þó meiri en eitt mark. Spánverjar komust yfir eftir 14 mínútur og náðu því yfirhöndinni, en áfram var leikurinn mjög jafn. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu af hálfleiknum sem Spánverjar komust í tveggja marka forystu í fyrsta skipti. Staðan í leikhléi var 13-14 fyrir Spán. Hálfleiksræðan hefur kveikt í spænska liðinu því það var miklu sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Eftir að staðan var 15-15 eftir 33 mínútur skoruðu Spánverjar næstu átta mörk og komu stöðunni í 15-23. Þá kviknaði aftur í Þjóðverjum en það var í raun bara of seint í taumana gripið og Spánverjar fóru með fjögurra marka sigur, 27-31. Króötum dugði jafntefli gegn Frökkum til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin eftir að Noregur hafði betur gegn Svíum fyrr í dag. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Eftir um korters leik var jafnt með liðunum en þá settu Frakkar í annan gír og komu sér upp forystu sem Króatar náðu ekki að vinna til baka. Þegar gengið var til búningsherbergja voru Frakkar með sex marka forystu, 13-19. Leikurinn hékk í fjögurra til sex marka forystu Frakka framan af í seinni hálfleik en Króatar náðu að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 27-30 fyrir Frakka. Liðin sem fara í undanúrslit á Evrópumótinu eru því Frakkland og Svíþjóð úr milliriðli eitt og Danmörk og Spánn úr milliriðli tvö. Frakkar og Spánverjar mætast annars vegar og hins vegar verður Norðurlandaslagur Svía og Dana. Króatía og Tékkland leika um fimmta sæti mótsins.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira