Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2018 13:20 Árásin var sérlega hrottafengin en hópur fanga tók sig til og réðust á einn úr sínum röðum í útivistartíma í gær. visir/vilhelm Gróf líkamsárás átti sér stað síðdegis í gær á Litla Hrauni. Þá tók hópur fanga sig til og gengu í skrokk á samfanga sínum. Þetta gerðist í útivistartíma og munu aðfarirnar hafa verið einstaklega hrottalegar, þannig að vart hefur annað eins sést. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og eru meðal annars að skoða myndbandsupptökur. Fanginn var fluttur á sjúkrahús slasaður en miðað við það hversu hrottafengin árásin var slapp hann furðu vel; með brotnar tennur og illa marinn - talsvert slasaður. Verið er að greina meiðsl hans.Erlendur fangi sem varð fyrir árásinni Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða erlendan fanga sem ekki hefur nein tengsl við íslenska undirheima svo vitað sé. Þannig er ólíklegt að um hefnd eða óuppgerðar sakir sé að ræða. Og ekki eru heldur um að ræða það að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þannig að flest bendir til þess að um sé að ræða að árásin tengist innanhússuppgjöri.Páll Winkel segir það rétt að óánægja sé meðal fanga vegna þess að að þeim hefur verið þrengt en atvikið er litið mjög alvarlegum augum og gæta þurfi öryggis, bæði fanga og starfsfólks.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs, í kjölfar atviksins, að þrengja að allri starfsemi sem snýr að föngum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur íþróttahúsinu verið lokað og kennsla felld niður. Veruleg óánægja er í þeirra röðum með þá ráðstöfun.Starfsemi lágmörkuð tímabundið En, þegar Vísir spurði Páll Winkel fangelsismálastjóra nánar út atvikið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til segir hann fangelsismálayfirvöld líta þetta mál mjög alvarlegum augum. „Það er alveg á hreinu að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva ofbeldi í fangelsum. Fyrsta verkefni þegar svona gerist er að kalla til lögreglu. Og samhliða þá skapa ró og öryggi í fangelsinu. Við gerum það. Meðal annars með því að lágmarka starfsemi tímabundið, eftir svona ofbeldi. Í því felst meðal annars að loka íþróttahúsi og aflýsa kennslu, já. Og hafa aðstæður þannig að það sé hægt að tryggja öryggi annarra fanga og starfsmanna ekki síður.“En, samkvæmt heimildum Vísis þá er veruleg óánægja meðal fanga vegna þessarar tilhögunar? „Já. Og það er skiljanlegt en þetta er nauðsynlegt. Okkar fyrsta verkefni er að tryggja öryggi og við munum gera það.“Stórhættulegir menn á ferðEn, er þá hægt að tala um neyðarástand á Litla Hrauni? „Ég myndi ekki segja það. En það er áhyggjuefni að upp komi gróf ofbeldismál í fangelsunum.Hafa ber í huga að þarna eru saman komnir einstaklingar, menn sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið reglur samfélagsins og eru sumir töluvert hættulegir.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis var árásin með þeim hrottafengnari sem sést hafa innan veggja fangelsismúra. Páll vill ekki tjá sig um það í sjálfu sér, segir að rannsókn standi yfir en staðfestir að það hafi gerst í gær að hópur fanga hafi veist að öðrum fanga í íþróttahúsi Litla Hrauns og létu höggin dynja á fanganum í talsvert langan tíma. Margir tóku þátt í árásinni.Eru atvik sem þessi algeng innan veggja íslenskra fangelsa? „Nei, ekki meira en hjá þjóðunum sem við berum okkur saman við. En, það er ofbeldi í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu. Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Gróf líkamsárás átti sér stað síðdegis í gær á Litla Hrauni. Þá tók hópur fanga sig til og gengu í skrokk á samfanga sínum. Þetta gerðist í útivistartíma og munu aðfarirnar hafa verið einstaklega hrottalegar, þannig að vart hefur annað eins sést. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og eru meðal annars að skoða myndbandsupptökur. Fanginn var fluttur á sjúkrahús slasaður en miðað við það hversu hrottafengin árásin var slapp hann furðu vel; með brotnar tennur og illa marinn - talsvert slasaður. Verið er að greina meiðsl hans.Erlendur fangi sem varð fyrir árásinni Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða erlendan fanga sem ekki hefur nein tengsl við íslenska undirheima svo vitað sé. Þannig er ólíklegt að um hefnd eða óuppgerðar sakir sé að ræða. Og ekki eru heldur um að ræða það að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þannig að flest bendir til þess að um sé að ræða að árásin tengist innanhússuppgjöri.Páll Winkel segir það rétt að óánægja sé meðal fanga vegna þess að að þeim hefur verið þrengt en atvikið er litið mjög alvarlegum augum og gæta þurfi öryggis, bæði fanga og starfsfólks.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs, í kjölfar atviksins, að þrengja að allri starfsemi sem snýr að föngum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur íþróttahúsinu verið lokað og kennsla felld niður. Veruleg óánægja er í þeirra röðum með þá ráðstöfun.Starfsemi lágmörkuð tímabundið En, þegar Vísir spurði Páll Winkel fangelsismálastjóra nánar út atvikið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til segir hann fangelsismálayfirvöld líta þetta mál mjög alvarlegum augum. „Það er alveg á hreinu að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva ofbeldi í fangelsum. Fyrsta verkefni þegar svona gerist er að kalla til lögreglu. Og samhliða þá skapa ró og öryggi í fangelsinu. Við gerum það. Meðal annars með því að lágmarka starfsemi tímabundið, eftir svona ofbeldi. Í því felst meðal annars að loka íþróttahúsi og aflýsa kennslu, já. Og hafa aðstæður þannig að það sé hægt að tryggja öryggi annarra fanga og starfsmanna ekki síður.“En, samkvæmt heimildum Vísis þá er veruleg óánægja meðal fanga vegna þessarar tilhögunar? „Já. Og það er skiljanlegt en þetta er nauðsynlegt. Okkar fyrsta verkefni er að tryggja öryggi og við munum gera það.“Stórhættulegir menn á ferðEn, er þá hægt að tala um neyðarástand á Litla Hrauni? „Ég myndi ekki segja það. En það er áhyggjuefni að upp komi gróf ofbeldismál í fangelsunum.Hafa ber í huga að þarna eru saman komnir einstaklingar, menn sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið reglur samfélagsins og eru sumir töluvert hættulegir.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis var árásin með þeim hrottafengnari sem sést hafa innan veggja fangelsismúra. Páll vill ekki tjá sig um það í sjálfu sér, segir að rannsókn standi yfir en staðfestir að það hafi gerst í gær að hópur fanga hafi veist að öðrum fanga í íþróttahúsi Litla Hrauns og létu höggin dynja á fanganum í talsvert langan tíma. Margir tóku þátt í árásinni.Eru atvik sem þessi algeng innan veggja íslenskra fangelsa? „Nei, ekki meira en hjá þjóðunum sem við berum okkur saman við. En, það er ofbeldi í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu. Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira