„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2018 10:53 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögboðinni skyldi Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögboðinni skyldi Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira