Tómas Tómasson tónlistarmaður fallinn frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2018 22:24 Tómas Tómasson á tónleikum með Stuðmönnum í Eldborg. vísir/ernir Einn merkasti tónlistarmaður Íslands, Tómas Tómasson, er fallinn frá, 63 ára að aldri eftir skammvinn en erfið veikindi. Tómas er líkast til þekktastur fyrir að að hafa verið í Stuðmönnum, hvar hann lék meðal annars á bassa, en það gerði hann einnig með Þursaflokknum og fleiri hljómsveitum. Tómas hefur líklega leikið inn á fleiri hljómplötur en nokkur annar Íslendingur og stjórnað upptökum á þeim mörgum. Tónlistarheimurinn er sleginn vegna fráfalls Tómasar en hann var einkar vinsæll og þótti með skemmtilegri mönnum. Félagi hans úr Stuðmönnum, Valgeir Guðjónsson, minnist hans á Facebook-síðu sinni með lagi Chuck Berry, Route 66, og segir: „Í dag var óvenjulegur dagur - á árvissu afmæli mínu fékk ég fregnina um að Tómas Magnús Tómasson aldavinur minn og félagi hefði kvatt þessa okkar skömmu jarðvist. Ég syrgi hanni og kveð með virktum - einstakur öðlingur til orðs og æðis, Á 66 ára afmælisdegi sé ég á bak förunauti í hálfa öld og mun sakna hans allar götur. Valgeir“ Þá minnist Björgvin Halldórsson, söngvari, einnig vinar síns og samstarfsmanns og skrifar: „Vinur minn og samstarfsmaður til margra ára Tómas Magnús Tómasson er fallinn frá. Þetta er sorgarfregn sem erfitt er að meðtaka. Hann var með eindæmum skemmtilegur og orðheppinn og afbrags tónlistarmaður. Ég geymi margar minningarnar um Tomma og sérstaklega okkar tíma í Englandi þegar við bjuggum saman í Dartford og þegar við unnum að Vísnaplötunum góðu. Guð blessi minningu Tomma...Hvíl í friði vinur“ Andlát Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Einn merkasti tónlistarmaður Íslands, Tómas Tómasson, er fallinn frá, 63 ára að aldri eftir skammvinn en erfið veikindi. Tómas er líkast til þekktastur fyrir að að hafa verið í Stuðmönnum, hvar hann lék meðal annars á bassa, en það gerði hann einnig með Þursaflokknum og fleiri hljómsveitum. Tómas hefur líklega leikið inn á fleiri hljómplötur en nokkur annar Íslendingur og stjórnað upptökum á þeim mörgum. Tónlistarheimurinn er sleginn vegna fráfalls Tómasar en hann var einkar vinsæll og þótti með skemmtilegri mönnum. Félagi hans úr Stuðmönnum, Valgeir Guðjónsson, minnist hans á Facebook-síðu sinni með lagi Chuck Berry, Route 66, og segir: „Í dag var óvenjulegur dagur - á árvissu afmæli mínu fékk ég fregnina um að Tómas Magnús Tómasson aldavinur minn og félagi hefði kvatt þessa okkar skömmu jarðvist. Ég syrgi hanni og kveð með virktum - einstakur öðlingur til orðs og æðis, Á 66 ára afmælisdegi sé ég á bak förunauti í hálfa öld og mun sakna hans allar götur. Valgeir“ Þá minnist Björgvin Halldórsson, söngvari, einnig vinar síns og samstarfsmanns og skrifar: „Vinur minn og samstarfsmaður til margra ára Tómas Magnús Tómasson er fallinn frá. Þetta er sorgarfregn sem erfitt er að meðtaka. Hann var með eindæmum skemmtilegur og orðheppinn og afbrags tónlistarmaður. Ég geymi margar minningarnar um Tomma og sérstaklega okkar tíma í Englandi þegar við bjuggum saman í Dartford og þegar við unnum að Vísnaplötunum góðu. Guð blessi minningu Tomma...Hvíl í friði vinur“
Andlát Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira