Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Sveinn Arnarsson skrifar 24. janúar 2018 05:00 Landlæknisembættið rannsakar hvort banamein konunnar megi tengja við magaermaraðgerð sem konan fór í í febrúarmánuði árið 2017. vísir/anton brink Kona á fertugsaldri lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Andlát konunnar er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis eftir að Landspítalinn tilkynnti andlátið. Eigandi Gravitas segist ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar. Konan fór í svokallaða magaermaraðgerð í lok febrúar í fyrra. Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir konuna hafa fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann svaraði því ekki hvers eðlis hliðarverkunin væri eða hversu algeng.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Um miðjan nóvember tók þetta sig upp og hún var lögð inn á Landspítala til meðferðar þar. Ekki var leitað til okkar um ráð eða aðstoð. Við höfum engar upplýsingar um meðferðina á Landspítala.“ Einstaklingar sem ákveða að undirgangast aðgerðir af þessu tagi greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð, sem Gravitas býður líka upp á, kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð, eins og sú sem konan fór í, kostar hálfa aðra milljón króna. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fyrirtækið Gravitas framkvæmir aðgerðirnar. Gerðar voru um 330 magabands- og magaermaraðgerðir árið 2016 og svipaður fjöldi í fyrra. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök mál þegar eftir því var leitað. Hins vegar væri það verkefni spítalans að sinna öllu því veika fólki sem inn til hans kæmi, hvaðan sem orsök meina þeirra væri komin. Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu skal tafarlaust tilkynnt til landlæknisembættisins sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Enn fremur segir í lögum að landlæknir skuli rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja að slíkt eigi sér ekki aftur stað. Veita skal landlækni þær upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg við rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust frá Embætti landlæknis að Landspítalinn hefði tilkynnt andlát konunnar til embættisins og er það nú í rannsókn. Að öðru leyti getur embættið ekki veitt upplýsingar um einstök mál. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kona á fertugsaldri lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Andlát konunnar er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis eftir að Landspítalinn tilkynnti andlátið. Eigandi Gravitas segist ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar. Konan fór í svokallaða magaermaraðgerð í lok febrúar í fyrra. Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir konuna hafa fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann svaraði því ekki hvers eðlis hliðarverkunin væri eða hversu algeng.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Um miðjan nóvember tók þetta sig upp og hún var lögð inn á Landspítala til meðferðar þar. Ekki var leitað til okkar um ráð eða aðstoð. Við höfum engar upplýsingar um meðferðina á Landspítala.“ Einstaklingar sem ákveða að undirgangast aðgerðir af þessu tagi greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð, sem Gravitas býður líka upp á, kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð, eins og sú sem konan fór í, kostar hálfa aðra milljón króna. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fyrirtækið Gravitas framkvæmir aðgerðirnar. Gerðar voru um 330 magabands- og magaermaraðgerðir árið 2016 og svipaður fjöldi í fyrra. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök mál þegar eftir því var leitað. Hins vegar væri það verkefni spítalans að sinna öllu því veika fólki sem inn til hans kæmi, hvaðan sem orsök meina þeirra væri komin. Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu skal tafarlaust tilkynnt til landlæknisembættisins sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Enn fremur segir í lögum að landlæknir skuli rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja að slíkt eigi sér ekki aftur stað. Veita skal landlækni þær upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg við rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust frá Embætti landlæknis að Landspítalinn hefði tilkynnt andlát konunnar til embættisins og er það nú í rannsókn. Að öðru leyti getur embættið ekki veitt upplýsingar um einstök mál.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira