Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2018 14:28 Engin starfsemi verður í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafa verið uppfyllt. Vísir/Anton Brink Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar.
United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30
Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent