Opinberir starfsmenn óttast aðra stöðvun Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2018 12:08 Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Vísir/Getty Opinberir starfsmenn snúa aftur til vinnu í Bandaríkjunum í dag eftir að Repúblikanar og Demókratar komust að samkomulagi í gærkvöldi um að fjármagna alríkisstjórnina tímabundið. Umræddir starfsmenn eru margir hverjir sannfærðir um að þeir muni lenda í sömu stöðu aftur á næstu vikum. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Deilurnar snerust að mestu um DACA-áætlunina svokölluðu sem fjallar um vernd um 700 þúsund innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna. Starfsmenn alríkisstjórnarinnar eru fullvissir um að ekkert samkomulag muni nást og því verði þeir aftur í mikilli óvissu í febrúar. AP fréttaveitan ræddi við nokkra sem allir áttu von á annarri stöðvun.Þá segir J. David Cox, formaður bandalags alríkisstarfsmanna, að ótækt sé að þeir séu notaðir sem bolti í borðtennisleik þingmanna. Hann sagði opinbera starfsmenn orðna langþreytta á því að þingmenn geti ekki samið um fjármögnun ríkisins til langs tíma. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í nótt að Demókratar hefðu fallið saman og gefist upp. Nú væri komið að því að setjast við samningaborðið.Big win for Republicans as Democrats cave on Shutdown. Now I want a big win for everyone, including Republicans, Democrats and DACA, but especially for our Great Military and Border Security. Should be able to get there. See you at the negotiating table! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 23, 2018 Trump var þó að mestu leyti haldið frá viðræðum helgarinnar. Leiðtogar Repúblikana og starfsmenn Trump í Hvíta húsinu tóku þá ákvörðun að halda forsetanum til hliðar og bíða eftir því að Demókratar gæfust upp. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Opinberir starfsmenn snúa aftur til vinnu í Bandaríkjunum í dag eftir að Repúblikanar og Demókratar komust að samkomulagi í gærkvöldi um að fjármagna alríkisstjórnina tímabundið. Umræddir starfsmenn eru margir hverjir sannfærðir um að þeir muni lenda í sömu stöðu aftur á næstu vikum. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Deilurnar snerust að mestu um DACA-áætlunina svokölluðu sem fjallar um vernd um 700 þúsund innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna. Starfsmenn alríkisstjórnarinnar eru fullvissir um að ekkert samkomulag muni nást og því verði þeir aftur í mikilli óvissu í febrúar. AP fréttaveitan ræddi við nokkra sem allir áttu von á annarri stöðvun.Þá segir J. David Cox, formaður bandalags alríkisstarfsmanna, að ótækt sé að þeir séu notaðir sem bolti í borðtennisleik þingmanna. Hann sagði opinbera starfsmenn orðna langþreytta á því að þingmenn geti ekki samið um fjármögnun ríkisins til langs tíma. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í nótt að Demókratar hefðu fallið saman og gefist upp. Nú væri komið að því að setjast við samningaborðið.Big win for Republicans as Democrats cave on Shutdown. Now I want a big win for everyone, including Republicans, Democrats and DACA, but especially for our Great Military and Border Security. Should be able to get there. See you at the negotiating table! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 23, 2018 Trump var þó að mestu leyti haldið frá viðræðum helgarinnar. Leiðtogar Repúblikana og starfsmenn Trump í Hvíta húsinu tóku þá ákvörðun að halda forsetanum til hliðar og bíða eftir því að Demókratar gæfust upp.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira