Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Haraldur Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Tapið af rekstri United Silicon er umtalsvert. vísir/anton brink Starfsfólk United Silicon fékk í gær greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Ákvörðun um hvað verður um störfin 56 er í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins var þá útséð um að nauðasamningar næðust og engar forsendur fyrir frekari framlengingu á greiðslustöðvun sem fyrirtækið fékk í ágúst síðastliðnum. Þar segir einnig að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. „Verkefni stjórnar á greiðslustöðvunartímabilinu var að reyna að ná nauðasamningum og fá nýja fjárfesta að félaginu. Forsenda þess var að fá betri upplýsingar um stöðu félagsins. Þær úttektir sem unnar voru leiddu meðal annars í ljós mikla óreiðu og upp kom rökstuddur grunur um fjárdrátt stofnanda félagsins. Hann hefur verið kærður til embættis héraðssaksóknara,“ sagði í tilkynningunni og þar vísað til Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Sérfræðingar sem framkvæmdu ítarlegar úttektir á búnaði verksmiðjunnar í Helguvík telja að um 25 milljónir evra, tæpa 3,2 milljarða króna, þurfi til að verksmiðjan teljist fullkláruð. Grunnhönnun ljósbogaofnsins sjálfs sé góð en augljóst að „ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi orsakaða tíðar bilanir og skapað erfiðleika við framleiðsluna“. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, vildi ekki tjá sig við blaðið í gær um ákvörðun stjórnar kísilversins en bankinn lánaði alls átta milljarða króna til verkefnisins. Bankinn færði í haust kröfur og aðrar eignir, þar á meðal allt hlutafé sitt í kísilverinu, niður um 4,8 milljarða króna. Í tilkynningu félagsins í gær segir að gjaldþrot félagsins leiði ekki til frekari niðurfærslna í bókum bankans. „Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins en bankinn, sem er stærsti kröfuhafi United Silicon, er einn á fyrsta veðrétti eigna félagsins,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Starfsfólk United Silicon fékk í gær greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Ákvörðun um hvað verður um störfin 56 er í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti. Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins var þá útséð um að nauðasamningar næðust og engar forsendur fyrir frekari framlengingu á greiðslustöðvun sem fyrirtækið fékk í ágúst síðastliðnum. Þar segir einnig að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. „Verkefni stjórnar á greiðslustöðvunartímabilinu var að reyna að ná nauðasamningum og fá nýja fjárfesta að félaginu. Forsenda þess var að fá betri upplýsingar um stöðu félagsins. Þær úttektir sem unnar voru leiddu meðal annars í ljós mikla óreiðu og upp kom rökstuddur grunur um fjárdrátt stofnanda félagsins. Hann hefur verið kærður til embættis héraðssaksóknara,“ sagði í tilkynningunni og þar vísað til Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Sérfræðingar sem framkvæmdu ítarlegar úttektir á búnaði verksmiðjunnar í Helguvík telja að um 25 milljónir evra, tæpa 3,2 milljarða króna, þurfi til að verksmiðjan teljist fullkláruð. Grunnhönnun ljósbogaofnsins sjálfs sé góð en augljóst að „ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi orsakaða tíðar bilanir og skapað erfiðleika við framleiðsluna“. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, vildi ekki tjá sig við blaðið í gær um ákvörðun stjórnar kísilversins en bankinn lánaði alls átta milljarða króna til verkefnisins. Bankinn færði í haust kröfur og aðrar eignir, þar á meðal allt hlutafé sitt í kísilverinu, niður um 4,8 milljarða króna. Í tilkynningu félagsins í gær segir að gjaldþrot félagsins leiði ekki til frekari niðurfærslna í bókum bankans. „Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins en bankinn, sem er stærsti kröfuhafi United Silicon, er einn á fyrsta veðrétti eigna félagsins,“ segir í tilkynningu frá bankanum.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30