Fyrsta stiklan úr Fullum vösum: Hvatvísir spennufíklar ræna hættulegasta manni landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2018 16:30 Aron Már, Hálmar Örn, Egill Ploder og Nökkvi Fjalar ætla sér að ræna banka í kvikmyndinni Fullir Vasar. „Þetta er allt öðruvísi en maður gerir sér grein fyrir, þegar ég er að leika á sviði fer maður með allt leikritið á einu bretti og getur komið sér þannig betur inn í hlutverkið en í bíó þarf maður að að læra eina og eina senu fyrir hvern tökudag og oft þurfti maður að setja sig í aðstæður aftur og aftur,“ segir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem AronMola, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Fullir Vasar sem frumsýnd verður í næsta mánuði hér á landi. Fullir Vasar fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands og fer þá af stað atburðarás sem enginn sá fyrir.Snjallsímakynslóðin þekkir leikarana vel Þó að aðalleikarar myndarinnar séu flestum landsmönnum góðkunnir, og þá sérstaklega snjallsímakynslóðinni, þá er þetta frumraun þeirra flestra á hvíta tjaldinu. Hjálmar Örn Jóhannsson, snappari og skemmtikraftur, fer með aðalhlutverk myndarinnar en í stærstu hlutverkunum auk hans eru Aron Már og Áttumennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu Íslendinganna á Snapchat. „Maður þarf að passa upp á svo marga hluti leiklega séð í bíómyndum. En samt sem áður var þetta mjög skemmtilegt og það var mjög góður andi á setti sem ég held að sé mjög dýrmætt,“ segir Aron sem hefur leikið áður á sviði í leikritum fyrir Verslunarskóla Íslands og hefur hann verið við nám á Leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands.Hjálmar í senu með Aroni.„Þetta er grín hasarmynd sem fjallar um nokkra menn sem þjást af rosalegri hvatvísi og spennufíkn. Þeir koma sér í allskonar vesen til þess eins að ræna banka.“Eignaðist barn í síðustu viku Aron varð faðir í fyrsta sinn í síðustu viku þegar hann og Hildur Skúladóttir eignuðust lítinn dreng. „Föðurhlutverkið er held ég bara eins og það á að vera ólýsanlegt og spennandi. Fæðingin gekk bara mjög vel.“ „Það var frábær reynsla og ekki líkt neinu sem ég hef prufað áður, mun meiri vinna en mig grunaði,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, um vinnuna í kringum kvikmyndina. „Það var magnað að fá að leika á móti Ladda sem var mín grín hetja þegar ég var ungur, það má segja að maður hafi orðið „starstruck“ þegar hann mætti,“ segir Hjálmar en Laddi leikur nokkuð stórt hlutverk í kvikmyndinni. „Þetta er svona blanda af spennu og gríni en með meiri áherslu á grín myndi ég segja,“ segir Hjálmar að lokum. Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr Fullum Vösum sem frumsýnd verður þann 23. febrúar. Menning Tengdar fréttir Fyrsta fjölskyldumynd Arons Mola og Hildar bræðir hjörtu um land allt Samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta barn í gær. 18. janúar 2018 10:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Þetta er allt öðruvísi en maður gerir sér grein fyrir, þegar ég er að leika á sviði fer maður með allt leikritið á einu bretti og getur komið sér þannig betur inn í hlutverkið en í bíó þarf maður að að læra eina og eina senu fyrir hvern tökudag og oft þurfti maður að setja sig í aðstæður aftur og aftur,“ segir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem AronMola, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Fullir Vasar sem frumsýnd verður í næsta mánuði hér á landi. Fullir Vasar fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands og fer þá af stað atburðarás sem enginn sá fyrir.Snjallsímakynslóðin þekkir leikarana vel Þó að aðalleikarar myndarinnar séu flestum landsmönnum góðkunnir, og þá sérstaklega snjallsímakynslóðinni, þá er þetta frumraun þeirra flestra á hvíta tjaldinu. Hjálmar Örn Jóhannsson, snappari og skemmtikraftur, fer með aðalhlutverk myndarinnar en í stærstu hlutverkunum auk hans eru Aron Már og Áttumennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu Íslendinganna á Snapchat. „Maður þarf að passa upp á svo marga hluti leiklega séð í bíómyndum. En samt sem áður var þetta mjög skemmtilegt og það var mjög góður andi á setti sem ég held að sé mjög dýrmætt,“ segir Aron sem hefur leikið áður á sviði í leikritum fyrir Verslunarskóla Íslands og hefur hann verið við nám á Leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands.Hjálmar í senu með Aroni.„Þetta er grín hasarmynd sem fjallar um nokkra menn sem þjást af rosalegri hvatvísi og spennufíkn. Þeir koma sér í allskonar vesen til þess eins að ræna banka.“Eignaðist barn í síðustu viku Aron varð faðir í fyrsta sinn í síðustu viku þegar hann og Hildur Skúladóttir eignuðust lítinn dreng. „Föðurhlutverkið er held ég bara eins og það á að vera ólýsanlegt og spennandi. Fæðingin gekk bara mjög vel.“ „Það var frábær reynsla og ekki líkt neinu sem ég hef prufað áður, mun meiri vinna en mig grunaði,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, um vinnuna í kringum kvikmyndina. „Það var magnað að fá að leika á móti Ladda sem var mín grín hetja þegar ég var ungur, það má segja að maður hafi orðið „starstruck“ þegar hann mætti,“ segir Hjálmar en Laddi leikur nokkuð stórt hlutverk í kvikmyndinni. „Þetta er svona blanda af spennu og gríni en með meiri áherslu á grín myndi ég segja,“ segir Hjálmar að lokum. Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr Fullum Vösum sem frumsýnd verður þann 23. febrúar.
Menning Tengdar fréttir Fyrsta fjölskyldumynd Arons Mola og Hildar bræðir hjörtu um land allt Samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta barn í gær. 18. janúar 2018 10:30 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Fyrsta fjölskyldumynd Arons Mola og Hildar bræðir hjörtu um land allt Samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta barn í gær. 18. janúar 2018 10:30