Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 15:00 Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið í síðan í ágúst. VÍSIR/ANTON BRINK Greiðslustöðvun United Silicon rennur út í dag og virðist fátt geta komið í veg fyrir að gjaldþrotabeiðni verði skilað inn klukkan fjögur nú síðdegis. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 14 í dag en ekki varð af því en greint var fyrst frá því á vef Morgunblaðsins. Ástæða þess var að fundur stjórnar Sameinaðs Sílikons hf. hafði ekki farið fram og á því enn eftir að ganga frá gjaldþrotabeiðninni. Umhverfisstofnun greindi frá nýrri ákvörðun sinni í gær þess efnis að ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon áður en framleiðsla hefst að nýju en greiðslustöðvun fyrirtækisins hefur staðið yfir síðan í ágúst.Á föstudag féllst Umhverfisstofnun á úrbótaáætlun United Silicon með skilyrðum en stofnunin stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í byrjun september síðastliðins. Þá höfðu ítrekað komið upp lyktarvandamál, íbúum í nágrenninu til ama. Jafnframt hafði orðið fordæmalaus fjöldi frávika frá starfsleyfi á níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins. United Silicon sendi Umhverfisstofnun úrbótaáætlun í bréfi þann 14. desember 2017 og 16. janúar 2018. Með svarbréfi Umhverfisstofnunar sem sent var United Silicon þann 19. janúar setur stofnunin fram skilyrði fyrir samþykkt úrbótaáætlunar. Skorsteini verði bætt á verksmiðjuna í þágu íbúa til að minnka lyktamengun. Stofnunina féllst ekki á þá ósk forsvarsmanna United Silicon að fresta þeirri aðgerð fram yfir endurræsingu. Fyrirtækinu er jafnframt gert að vinna að fleiri úrbótum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að nokkrar umbætur hafi þegar átt sér stað og telur stofnunin meðal annars að nýtt og betra reykhreinsivirki fyrir afsög frá aftöppun og steypingu í ofnhúsi sé til bóta. United Silicon Tengdar fréttir Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Greiðslustöðvun United Silicon rennur út í dag og virðist fátt geta komið í veg fyrir að gjaldþrotabeiðni verði skilað inn klukkan fjögur nú síðdegis. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 14 í dag en ekki varð af því en greint var fyrst frá því á vef Morgunblaðsins. Ástæða þess var að fundur stjórnar Sameinaðs Sílikons hf. hafði ekki farið fram og á því enn eftir að ganga frá gjaldþrotabeiðninni. Umhverfisstofnun greindi frá nýrri ákvörðun sinni í gær þess efnis að ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon áður en framleiðsla hefst að nýju en greiðslustöðvun fyrirtækisins hefur staðið yfir síðan í ágúst.Á föstudag féllst Umhverfisstofnun á úrbótaáætlun United Silicon með skilyrðum en stofnunin stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í byrjun september síðastliðins. Þá höfðu ítrekað komið upp lyktarvandamál, íbúum í nágrenninu til ama. Jafnframt hafði orðið fordæmalaus fjöldi frávika frá starfsleyfi á níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins. United Silicon sendi Umhverfisstofnun úrbótaáætlun í bréfi þann 14. desember 2017 og 16. janúar 2018. Með svarbréfi Umhverfisstofnunar sem sent var United Silicon þann 19. janúar setur stofnunin fram skilyrði fyrir samþykkt úrbótaáætlunar. Skorsteini verði bætt á verksmiðjuna í þágu íbúa til að minnka lyktamengun. Stofnunina féllst ekki á þá ósk forsvarsmanna United Silicon að fresta þeirri aðgerð fram yfir endurræsingu. Fyrirtækinu er jafnframt gert að vinna að fleiri úrbótum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að nokkrar umbætur hafi þegar átt sér stað og telur stofnunin meðal annars að nýtt og betra reykhreinsivirki fyrir afsög frá aftöppun og steypingu í ofnhúsi sé til bóta.
United Silicon Tengdar fréttir Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30
Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03