Harðir bardagar geisa í Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 13:02 Tyrkneskir hermenn á leið til Afrin. Vísir/Getty Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin. Mið-Austurlönd Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent