Enn allt í hnút vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 07:36 Fjölmargar ríkisstofnanir, svo sem þjóðgarðar, opna ekki fyrr en þingið hefur fundið lausn á peningamálunum. Vísir/Getty Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi þeirra. Lokunin tók gildi á miðnætti á föstudag og tilraunir manna um helgina til að leysa málið hafa ekki borið árangur. Til stóð að greiða atkvæði í öldungadeildinni seint í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað til klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Lítið virðist þokast í deilunni og kenna þingmenn Demókrata og Repúblikana hver öðrum um hvernig málið er komið í hnút. Demókratar vilja ólmir að endurskoðun á innflytjendamálum verði hluti af yfirstandandi greiðsluheimildarviðræðum á meðan Repúblikanar segja að engin slík endurskoðun geti átt sér stað meðan starfsemi alríkisins liggur niðri.Sjá einnig: Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnarÁ sama tíma vilja Repúblikanar fá aukið fjármagn til landamæravörslu, þannig að reisa megi múrinn við Mexíkó, ásamt auknum fjármunum til herdeilda landsins. Þrátt fyrir að Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, 51 sæti af 100, þarf að 60 atkvæði til að samþykkja greiðsluheimildirnar. Því þarf flokkurinn að reiða sig á töluverðan stuðning Demókrata ef þeir vilja binda enda á vinnustöðvunina. Forseti Bandaríkjanna vill að flokksmenn sínir taki málið í sínar hendur og keyri það í gegn, eins og sjá má í tísti hans hér að neðan. Síðast kom þessi staða upp árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, þegar lokunin stóð yfir í um 16 daga. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn sitja heima, launalaust, uns hnúturinn leysist - og gætu gert það næstu daga.Great to see how hard Republicans are fighting for our Military and Safety at the Border. The Dems just want illegal immigrants to pour into our nation unchecked. If stalemate continues, Republicans should go to 51% (Nuclear Option) and vote on real, long term budget, no C.R.'s!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi þeirra. Lokunin tók gildi á miðnætti á föstudag og tilraunir manna um helgina til að leysa málið hafa ekki borið árangur. Til stóð að greiða atkvæði í öldungadeildinni seint í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað til klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Lítið virðist þokast í deilunni og kenna þingmenn Demókrata og Repúblikana hver öðrum um hvernig málið er komið í hnút. Demókratar vilja ólmir að endurskoðun á innflytjendamálum verði hluti af yfirstandandi greiðsluheimildarviðræðum á meðan Repúblikanar segja að engin slík endurskoðun geti átt sér stað meðan starfsemi alríkisins liggur niðri.Sjá einnig: Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnarÁ sama tíma vilja Repúblikanar fá aukið fjármagn til landamæravörslu, þannig að reisa megi múrinn við Mexíkó, ásamt auknum fjármunum til herdeilda landsins. Þrátt fyrir að Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, 51 sæti af 100, þarf að 60 atkvæði til að samþykkja greiðsluheimildirnar. Því þarf flokkurinn að reiða sig á töluverðan stuðning Demókrata ef þeir vilja binda enda á vinnustöðvunina. Forseti Bandaríkjanna vill að flokksmenn sínir taki málið í sínar hendur og keyri það í gegn, eins og sjá má í tísti hans hér að neðan. Síðast kom þessi staða upp árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, þegar lokunin stóð yfir í um 16 daga. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn sitja heima, launalaust, uns hnúturinn leysist - og gætu gert það næstu daga.Great to see how hard Republicans are fighting for our Military and Safety at the Border. The Dems just want illegal immigrants to pour into our nation unchecked. If stalemate continues, Republicans should go to 51% (Nuclear Option) and vote on real, long term budget, no C.R.'s!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24
Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47