Allir flokkar koma saman vegna #metoo Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. janúar 2018 06:00 Markmið okkar var að kalla saman alla flokkana og sjá hvort við gætum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Reynt að koma okkur niður á eitthvað, hvernig má bæta og breyta okkar samskiptum, og notað það sem veganesti inn í framtíðina,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en í kjölfar #metoo-byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds. „Við settumst niður saman í lok síðasta árs þar sem var fenginn einn frá hverjum flokki og komum okkur saman um þessa dagskrá. Við ákváðum að gera þetta ekki á hefðbundin máta, fá einn frá hverjum flokki til að koma og tala – heldur erum við meira að leita út fyrir raðir flokkanna og fá annað fólk til að hjálpa okkur. Fræða okkur – fræðast í sameiningu,“ útskýrir Heiða Björg. Hún vonast til þess að í lok fundar verði hægt að taka saman einhverja punkta sem veganesti fyrir flokkana inn í áframhaldandi starf. „En svo verður auðvitað hver flokkur að taka þetta áfram og gera sinn eigin samskiptasamning.“ Hún ítrekar að allir sem vilja séu velkomnir á fundinn, þótt hann fjalli fyrst og fremst um stjórnmálin og félagasamtök. „Við hugsuðum að starf félagasamtaka væri svipað stjórnmálaflokkunum og datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir þau að koma. Félagasamtök, eins og stjórnmálaflokkar, hafa ekki deildir eða mannauðsstjóra innan sinna vébanda sem geta tekið á málunum. Málin flækjast nefnilega þegar fólk kemur saman af áhuga og það er ekki eins ljós hírarkía og í fyrirtækjum úti í bæ.“ Heiða segir jafnframt mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni, en Gestur Pálmason markþjálfi er einn þeirra sem taka til máls á fundinum með fyrirlesturinn Sjónarhorn karlmanna sem vilja taka ábyrgð. „Okkur finnst það mjög mikilvægt. Hvort sem þeir vilja gera það sér eða með okkur. Mér finnst konur komnar lengra í umræðunni. Karlmenn verða að taka þetta alvarlega og mín upplifun er sú að flestir geri það; séu til í þetta samtal. Almennt er mín upplifun sú að karlarnir vilji að samskiptin séu góð, fólk upplifi sig öruggt, geti tjáð sig og tekið þátt í öllu mögulegu án þess að finnast öryggi sínu ógnað. Og í þessum orðum mínum er engin ásökun falin. Við viljum bara laga menninguna og samskiptin. Það er tilgangur fundarins.“Salvör NordalFréttablaðið/GVASalvör Nordal: Óskrifaðar reglur í samskiptum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er ein þeirra sem flytja ávarp og ber það yfirskriftina Óskrifaðar reglur í samskiptum. „Sum af þeim áreitnismálum sem hefur verið talað um kallast á við umræðuna um friðhelgi einkalífsins, og þar koma inn þessar óskráðu reglur. Það er að segja, hvernig við komum fram við hvert annað í daglegum samskiptum. Ég hef mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins sem siðfræðingur. Svo mun ég koma inn á málefni barna í þessu samhengi. Það hafa verið sláandi frásagnir sem fram hafa komið í #metoo-umræðunni í sambandi við börn, eða að brot hafi átt sér stað þegar viðkomandi var á barnsaldri. Það er alvarlegt,“ segir Salvör. „Það er svo mikilvægt eftir alla þessa umræðu að við einblínum á hvað tekur við, hver næstu skref verða. Aðeins þannig verða raunverulegar breytingar á þessari ómenningu sem hefur viðgengist í öll þessi ár.“Dagskrá fundarins Húsið er opnað klukkan 8.00, fundurinn hefst 8.30 og lýkur 10.30. Opnunarávarp. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Metoo í skugga valdsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins. Hvar liggja mörkin? Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur. Óskrifaðar reglur í samskiptum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Gestur Pálmason markþjálfi. Metoo – hvað svo? Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Pallborð og umræður. Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, lokar fundinum.Vísir sýnir beint frá fundinum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Næsta lægð væntanleg á morgun Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Markmið okkar var að kalla saman alla flokkana og sjá hvort við gætum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Reynt að koma okkur niður á eitthvað, hvernig má bæta og breyta okkar samskiptum, og notað það sem veganesti inn í framtíðina,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en í kjölfar #metoo-byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds. „Við settumst niður saman í lok síðasta árs þar sem var fenginn einn frá hverjum flokki og komum okkur saman um þessa dagskrá. Við ákváðum að gera þetta ekki á hefðbundin máta, fá einn frá hverjum flokki til að koma og tala – heldur erum við meira að leita út fyrir raðir flokkanna og fá annað fólk til að hjálpa okkur. Fræða okkur – fræðast í sameiningu,“ útskýrir Heiða Björg. Hún vonast til þess að í lok fundar verði hægt að taka saman einhverja punkta sem veganesti fyrir flokkana inn í áframhaldandi starf. „En svo verður auðvitað hver flokkur að taka þetta áfram og gera sinn eigin samskiptasamning.“ Hún ítrekar að allir sem vilja séu velkomnir á fundinn, þótt hann fjalli fyrst og fremst um stjórnmálin og félagasamtök. „Við hugsuðum að starf félagasamtaka væri svipað stjórnmálaflokkunum og datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir þau að koma. Félagasamtök, eins og stjórnmálaflokkar, hafa ekki deildir eða mannauðsstjóra innan sinna vébanda sem geta tekið á málunum. Málin flækjast nefnilega þegar fólk kemur saman af áhuga og það er ekki eins ljós hírarkía og í fyrirtækjum úti í bæ.“ Heiða segir jafnframt mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni, en Gestur Pálmason markþjálfi er einn þeirra sem taka til máls á fundinum með fyrirlesturinn Sjónarhorn karlmanna sem vilja taka ábyrgð. „Okkur finnst það mjög mikilvægt. Hvort sem þeir vilja gera það sér eða með okkur. Mér finnst konur komnar lengra í umræðunni. Karlmenn verða að taka þetta alvarlega og mín upplifun er sú að flestir geri það; séu til í þetta samtal. Almennt er mín upplifun sú að karlarnir vilji að samskiptin séu góð, fólk upplifi sig öruggt, geti tjáð sig og tekið þátt í öllu mögulegu án þess að finnast öryggi sínu ógnað. Og í þessum orðum mínum er engin ásökun falin. Við viljum bara laga menninguna og samskiptin. Það er tilgangur fundarins.“Salvör NordalFréttablaðið/GVASalvör Nordal: Óskrifaðar reglur í samskiptum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er ein þeirra sem flytja ávarp og ber það yfirskriftina Óskrifaðar reglur í samskiptum. „Sum af þeim áreitnismálum sem hefur verið talað um kallast á við umræðuna um friðhelgi einkalífsins, og þar koma inn þessar óskráðu reglur. Það er að segja, hvernig við komum fram við hvert annað í daglegum samskiptum. Ég hef mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins sem siðfræðingur. Svo mun ég koma inn á málefni barna í þessu samhengi. Það hafa verið sláandi frásagnir sem fram hafa komið í #metoo-umræðunni í sambandi við börn, eða að brot hafi átt sér stað þegar viðkomandi var á barnsaldri. Það er alvarlegt,“ segir Salvör. „Það er svo mikilvægt eftir alla þessa umræðu að við einblínum á hvað tekur við, hver næstu skref verða. Aðeins þannig verða raunverulegar breytingar á þessari ómenningu sem hefur viðgengist í öll þessi ár.“Dagskrá fundarins Húsið er opnað klukkan 8.00, fundurinn hefst 8.30 og lýkur 10.30. Opnunarávarp. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Metoo í skugga valdsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins. Hvar liggja mörkin? Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur. Óskrifaðar reglur í samskiptum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Gestur Pálmason markþjálfi. Metoo – hvað svo? Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Pallborð og umræður. Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, lokar fundinum.Vísir sýnir beint frá fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Næsta lægð væntanleg á morgun Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira