Óvenju margir greindust með lifrarbólgu A á liðnu ári Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 12:30 Þá var einkum aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Vísir/Vilhelm Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þrjú mislingatilfelli komu upp á Íslandi og iðrasýkingar voru sérlega áberandi á síðasta ári. Einkum var aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Á fjórða tug einstaklinga greindust með sárasótt og yfir hundrað manns með lekanda. Fjöldi klamydíutilfella og HIV - sýkingar var svipaður og árið á undan. Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu og var meðalaldur hinna sýktu 35 ár. Af þeim voru þrjár konur og tveir af hverjum þremur voru af erlendu bergi brotnir. Einnig greindust óvenju margir með lifrarbólgu A á árinu 2017 eða fimm einstaklingar en síðustu fjögur ár á undan höfðu engin tilfelli komið upp. Flest tilfellin tengdust lifrarbólgu A faraldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá þremur mislingatilfellum hér á landi í fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þar er um að ræða níu mánaða tvíburabræður en annar þeirra smitaðist í Taílandi og smitaði svo bróður sinn, og fullorðinn karlmann, sem smitaðist í Bangladesh. Mislingatilfellin eru sögð endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum og skorti á bólusetningum erlendis. Fjallað er sérstaklega um iðrasýkingar í fréttabréfinu enda hafi þær verið áberandi á árinu 2017. Þar er nefnd hópsýking af völdum nóróveiru meðal skáta í ágúst. Seinna í sama mánuði braust út hópsýking meðal 130 starfsmanna grunnskóla sem rekja má til óhreinsaðs blaðsalats í mötuneytinu. Og um miðjan nóvemer hófst hópsýking meðal fimmtíu starfsmanna alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar í Reykjavík en rannsóknir leiddu ekkert markvert í ljós sem skýrt gæti hópsýkinguna. Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þrjú mislingatilfelli komu upp á Íslandi og iðrasýkingar voru sérlega áberandi á síðasta ári. Einkum var aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Á fjórða tug einstaklinga greindust með sárasótt og yfir hundrað manns með lekanda. Fjöldi klamydíutilfella og HIV - sýkingar var svipaður og árið á undan. Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu og var meðalaldur hinna sýktu 35 ár. Af þeim voru þrjár konur og tveir af hverjum þremur voru af erlendu bergi brotnir. Einnig greindust óvenju margir með lifrarbólgu A á árinu 2017 eða fimm einstaklingar en síðustu fjögur ár á undan höfðu engin tilfelli komið upp. Flest tilfellin tengdust lifrarbólgu A faraldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá þremur mislingatilfellum hér á landi í fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þar er um að ræða níu mánaða tvíburabræður en annar þeirra smitaðist í Taílandi og smitaði svo bróður sinn, og fullorðinn karlmann, sem smitaðist í Bangladesh. Mislingatilfellin eru sögð endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum og skorti á bólusetningum erlendis. Fjallað er sérstaklega um iðrasýkingar í fréttabréfinu enda hafi þær verið áberandi á árinu 2017. Þar er nefnd hópsýking af völdum nóróveiru meðal skáta í ágúst. Seinna í sama mánuði braust út hópsýking meðal 130 starfsmanna grunnskóla sem rekja má til óhreinsaðs blaðsalats í mötuneytinu. Og um miðjan nóvemer hófst hópsýking meðal fimmtíu starfsmanna alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar í Reykjavík en rannsóknir leiddu ekkert markvert í ljós sem skýrt gæti hópsýkinguna.
Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira