Þingkona með æluna í hálsinum eftir sögur erlendra kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 16:05 Sögur kvenna af erlendum uppruna af áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem birtust í síðustu viku vöktu mikla athygli. Myndvinnsla/Garðar Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan. Alþingi MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan.
Alþingi MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira