Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2018 16:56 Kit Harrington í hlutverki Jon Snow í Game of Thrones. IMDB Tökur á áttundu þáttaröð Game of Thrones sem standa nú yfir hér á landi fara fram á Suðurlandi og munu vara í einungis nokkra daga. Eftir að mynd náðist af nokkrum leikurum á flugvelli í Belfast hafa verið vangaveltur í fjölmiðlum ytra um að þeir leikarar hafi verið á leið til Íslands. Leikararnir sem um ræðir eru Kristofer Hivju (Tormund), Gwenoline Christie (Brienne), Iain Glen (Jorah), John Bradley (Samwell) og Joe Dempsie (Gendry).Samkvæmt heimildum Vísis er það ekki rétt. Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. Þau Kit Harrington og Emilia Clarke eru þó stödd á Íslandi.Sjá einnig: Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á ÍslandiTökur á þáttunum hafa farið fram hér á landi áður, en þá voru teknar upp senur fyrir seríur tvö, þrjú, fjögur og sjö. Hafa þær farið fram á Snæfellsjökli, við Höfðabrekkuheiði, Mývatn, Grjótagjá, Reynisfjöru, við Jökulsárlón og Stakkholtsgjá, svo dæmi séu tekin. Þá hafa nokkrir Íslendingar farið með hlutverk í þáttunum. Þar á meðal sló Hafþór Júlíus Björnsson í gegn sem Fjallið í fjórtán þáttum, Jóhannes Haukur Jóhannesson kom fyrir í tveimur þáttum í sjöttu seríu, meðlimir Of Monsters and Men léku aukahlutverk í sjöttu seríu og meðlimir Sigur Rósar gerðu slíkt hið sama í fjórðu seríu. Hér að neðan verður farið í mögulega spennuspilla, svo það er vert að fólk sem vilji ekkert vita hætti að lesa hér.Það hefur einnig vakið mikla athygli að svo virðist sem að stærðarinnar orrusta hafi verið tekin upp Winterfell-settinu í Írlandi á dögunum. Eflaust var við því að búast þar sem Hvítgenglarnir og hinir dauðu voru komnir í gegnum vegginn. Hins vegar virðist sem að menn hafi ráðist á Winterfell. Ekki hinir dauðu, eins og sjá má á vef Watchers on the Wall.Mögulegt er að her Cersei og þá mögulega málaliðarnir í Golden Company hafi komið til að ganga frá Jon, Dany og félögum. Með því að ræna öllu gulli Highgarden gat Cersei greitt allar skuldir krúnnunnar við Járnbankann í Bravos. Hún fór fram á nýtt lán til þess að geta ráðið The Golden Company og ná aftur yfirráðum í Westeros. Hún veit þó að her hinna dauðu er að ráðast á Norðrið og að herir Jon og Dany eru það eina sem stendur í vegi þeirra og alls Westeros. Þannig gæti það verið undarleg ákvörðun að ráðast á Winterfell. Þetta kemur í ljós. Á næsta ári. Game of Thrones Tengdar fréttir Lokaþáttaröð Game of Thrones sýnd árið 2019 Frá þessu var greint á Facebook-þáttanna í kvöld þar sem segir að þáttaröðin verði sú áttunda og jafnframt síðasta í röðinni. 4. janúar 2018 19:45 Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of Thrones Ef enginn vinnur, sem er raunhæfur möguleiki, verða öll veðmál ógild. 23. janúar 2018 14:45 Fundu ástina á Íslandi en hafa ekki tíma til að gifta sig Game of Thrones stjörnurnar Kit Harington og Rose Leslie eiga í stökustu vandræðum með að skipuleggja brúðkaupið sitt. 11. janúar 2018 21:06 Tökur á Game of Thrones fara fram á Íslandi í febrúar Staðsetningin mun ráðast af snjóalögum. 4. desember 2017 14:21 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tökur á áttundu þáttaröð Game of Thrones sem standa nú yfir hér á landi fara fram á Suðurlandi og munu vara í einungis nokkra daga. Eftir að mynd náðist af nokkrum leikurum á flugvelli í Belfast hafa verið vangaveltur í fjölmiðlum ytra um að þeir leikarar hafi verið á leið til Íslands. Leikararnir sem um ræðir eru Kristofer Hivju (Tormund), Gwenoline Christie (Brienne), Iain Glen (Jorah), John Bradley (Samwell) og Joe Dempsie (Gendry).Samkvæmt heimildum Vísis er það ekki rétt. Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. Þau Kit Harrington og Emilia Clarke eru þó stödd á Íslandi.Sjá einnig: Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á ÍslandiTökur á þáttunum hafa farið fram hér á landi áður, en þá voru teknar upp senur fyrir seríur tvö, þrjú, fjögur og sjö. Hafa þær farið fram á Snæfellsjökli, við Höfðabrekkuheiði, Mývatn, Grjótagjá, Reynisfjöru, við Jökulsárlón og Stakkholtsgjá, svo dæmi séu tekin. Þá hafa nokkrir Íslendingar farið með hlutverk í þáttunum. Þar á meðal sló Hafþór Júlíus Björnsson í gegn sem Fjallið í fjórtán þáttum, Jóhannes Haukur Jóhannesson kom fyrir í tveimur þáttum í sjöttu seríu, meðlimir Of Monsters and Men léku aukahlutverk í sjöttu seríu og meðlimir Sigur Rósar gerðu slíkt hið sama í fjórðu seríu. Hér að neðan verður farið í mögulega spennuspilla, svo það er vert að fólk sem vilji ekkert vita hætti að lesa hér.Það hefur einnig vakið mikla athygli að svo virðist sem að stærðarinnar orrusta hafi verið tekin upp Winterfell-settinu í Írlandi á dögunum. Eflaust var við því að búast þar sem Hvítgenglarnir og hinir dauðu voru komnir í gegnum vegginn. Hins vegar virðist sem að menn hafi ráðist á Winterfell. Ekki hinir dauðu, eins og sjá má á vef Watchers on the Wall.Mögulegt er að her Cersei og þá mögulega málaliðarnir í Golden Company hafi komið til að ganga frá Jon, Dany og félögum. Með því að ræna öllu gulli Highgarden gat Cersei greitt allar skuldir krúnnunnar við Járnbankann í Bravos. Hún fór fram á nýtt lán til þess að geta ráðið The Golden Company og ná aftur yfirráðum í Westeros. Hún veit þó að her hinna dauðu er að ráðast á Norðrið og að herir Jon og Dany eru það eina sem stendur í vegi þeirra og alls Westeros. Þannig gæti það verið undarleg ákvörðun að ráðast á Winterfell. Þetta kemur í ljós. Á næsta ári.
Game of Thrones Tengdar fréttir Lokaþáttaröð Game of Thrones sýnd árið 2019 Frá þessu var greint á Facebook-þáttanna í kvöld þar sem segir að þáttaröðin verði sú áttunda og jafnframt síðasta í röðinni. 4. janúar 2018 19:45 Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of Thrones Ef enginn vinnur, sem er raunhæfur möguleiki, verða öll veðmál ógild. 23. janúar 2018 14:45 Fundu ástina á Íslandi en hafa ekki tíma til að gifta sig Game of Thrones stjörnurnar Kit Harington og Rose Leslie eiga í stökustu vandræðum með að skipuleggja brúðkaupið sitt. 11. janúar 2018 21:06 Tökur á Game of Thrones fara fram á Íslandi í febrúar Staðsetningin mun ráðast af snjóalögum. 4. desember 2017 14:21 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Lokaþáttaröð Game of Thrones sýnd árið 2019 Frá þessu var greint á Facebook-þáttanna í kvöld þar sem segir að þáttaröðin verði sú áttunda og jafnframt síðasta í röðinni. 4. janúar 2018 19:45
Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of Thrones Ef enginn vinnur, sem er raunhæfur möguleiki, verða öll veðmál ógild. 23. janúar 2018 14:45
Fundu ástina á Íslandi en hafa ekki tíma til að gifta sig Game of Thrones stjörnurnar Kit Harington og Rose Leslie eiga í stökustu vandræðum með að skipuleggja brúðkaupið sitt. 11. janúar 2018 21:06
Tökur á Game of Thrones fara fram á Íslandi í febrúar Staðsetningin mun ráðast af snjóalögum. 4. desember 2017 14:21