Verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram Telma Tómasson skrifar 31. janúar 2018 15:00 Lið Líflands. Stöð 2 Sport Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Lífland er í fyrsta sinn með lið í Meistaradeildinni en knaparnir eru þó öllu vanir. Innanborðs eru mikið reyndir keppnisknapar, sem mæta bæði með reynda hesta og hugsanlega nýjar stjörnur. Keppnin framundan er þó óskrifað blað að vanda. „Þetta verður feiknasterkt, eins og alltaf. Það verður mikið af nýjum hestum, aðallega í fjórgangs og töltgreinum. Það verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram,“ segir Guðmundur Björgvinsson, liðsstjóri Líflands, en kynningu á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Guðmundur og félagi hans, stjörnuknapinn Jakob Svavar Sigurðsson, voru báðir í öðrum liðum í fyrra en ákváðu að söðla um á síðustu stundu. „Við höfum unnið mikið saman og líkað það vel. Við söknuðum hvors annars og ákváðum því að breya til. Ég held að það geri deildina jafnari og skemmtilegri.“ Guðmundur segir margt gera Meistaradeildina einstaka í heimi hestaíþróttanna. „Samveran er ofboðslega sterk og keppnin erfið. Þú þarft að vera með ofboðslega góða hesta til að gera vel og ég hef oft sagt að til að vinna þarf maður nánast að geta orðið Íslandsmeistari í hverri grein.“ Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid. Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin. Hestar Tengdar fréttir „Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00 Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Sjá meira
Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Lífland er í fyrsta sinn með lið í Meistaradeildinni en knaparnir eru þó öllu vanir. Innanborðs eru mikið reyndir keppnisknapar, sem mæta bæði með reynda hesta og hugsanlega nýjar stjörnur. Keppnin framundan er þó óskrifað blað að vanda. „Þetta verður feiknasterkt, eins og alltaf. Það verður mikið af nýjum hestum, aðallega í fjórgangs og töltgreinum. Það verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram,“ segir Guðmundur Björgvinsson, liðsstjóri Líflands, en kynningu á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Guðmundur og félagi hans, stjörnuknapinn Jakob Svavar Sigurðsson, voru báðir í öðrum liðum í fyrra en ákváðu að söðla um á síðustu stundu. „Við höfum unnið mikið saman og líkað það vel. Við söknuðum hvors annars og ákváðum því að breya til. Ég held að það geri deildina jafnari og skemmtilegri.“ Guðmundur segir margt gera Meistaradeildina einstaka í heimi hestaíþróttanna. „Samveran er ofboðslega sterk og keppnin erfið. Þú þarft að vera með ofboðslega góða hesta til að gera vel og ég hef oft sagt að til að vinna þarf maður nánast að geta orðið Íslandsmeistari í hverri grein.“ Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid. Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin.
Hestar Tengdar fréttir „Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00 Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Sjá meira
„Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00
Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50
Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00
Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00