Konur fá ekki séns á klárunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2018 23:30 vísir/getty Fjórtán ára löng rannsókn háskólans í Liverpool sannar að konur og karlar eru jafngóð á hestbaki þegar kemur að veðreiðum sem er risastór íþrótt á Bretlandseyjum. BBC greinir frá. Þrátt fyrir þetta hreinlega vilja flestir þjálfarar sem ala upp knapa og temja hesta ekki notast við stelpur. Fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn að séu gæði hestsins tekin inn í formúluna munar litlu sem engu á körlum og konum. Konur eru handhafar aðeins 11,3 prósent leyfa sem gera knöpum kleift að keppa í veðreiðum á Bretlandseyjum þannig ójöfnuðurinn er mikill. „Það eru þjálfarar sem vilja einfaldlega ekki nota kvenkyns knapa,“ segir knapinn Gemma Tutty sem hefur keppt 600 sinnum í veiðreiðum og á 50 sigra að baki. „Áður en við fáum tækifæri til að ríða út erum við í erfiðum málum því það eru færri þjálfarar sem vilja nota okkur. Vonandi mun þessi rannsókn fá fleiri þjálfara til að gefa konum tækifæri á baki.“ Í rannsókninni voru 1,25 milljón einstaka ferðir knapa skoðaðar og aðeins í 5,2 prósent þeirra voru konur á baki. Þrátt fyrir það voru konur 42 prósent allra starfsmanna í hesthúsum á Bretlandi árið 2010. Í mars á síðasta ári fengu konur tveggja kílógramma forgjöf í sumum veðreiðum sem varð til þess að fjöldi kvenna tvöfaldaðist og sigrum þeirra fjölgaði um 165 prósent. Breska veðreiðasambandið hefur sagst ætla að fara yfir þessi mál til að jafna hlut karla og kvenna í íþróttinni. Hestar Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Sjá meira
Fjórtán ára löng rannsókn háskólans í Liverpool sannar að konur og karlar eru jafngóð á hestbaki þegar kemur að veðreiðum sem er risastór íþrótt á Bretlandseyjum. BBC greinir frá. Þrátt fyrir þetta hreinlega vilja flestir þjálfarar sem ala upp knapa og temja hesta ekki notast við stelpur. Fram kemur í þessari ítarlegu rannsókn að séu gæði hestsins tekin inn í formúluna munar litlu sem engu á körlum og konum. Konur eru handhafar aðeins 11,3 prósent leyfa sem gera knöpum kleift að keppa í veðreiðum á Bretlandseyjum þannig ójöfnuðurinn er mikill. „Það eru þjálfarar sem vilja einfaldlega ekki nota kvenkyns knapa,“ segir knapinn Gemma Tutty sem hefur keppt 600 sinnum í veiðreiðum og á 50 sigra að baki. „Áður en við fáum tækifæri til að ríða út erum við í erfiðum málum því það eru færri þjálfarar sem vilja nota okkur. Vonandi mun þessi rannsókn fá fleiri þjálfara til að gefa konum tækifæri á baki.“ Í rannsókninni voru 1,25 milljón einstaka ferðir knapa skoðaðar og aðeins í 5,2 prósent þeirra voru konur á baki. Þrátt fyrir það voru konur 42 prósent allra starfsmanna í hesthúsum á Bretlandi árið 2010. Í mars á síðasta ári fengu konur tveggja kílógramma forgjöf í sumum veðreiðum sem varð til þess að fjöldi kvenna tvöfaldaðist og sigrum þeirra fjölgaði um 165 prósent. Breska veðreiðasambandið hefur sagst ætla að fara yfir þessi mál til að jafna hlut karla og kvenna í íþróttinni.
Hestar Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Sjá meira