Bretar standi verr sama hvernig Brexit sé háttað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Skýrslan er sögð vandræðaleg fyrir ríkisstjórn Theresu May. vísir/afp Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira