Peningarnir í Ofurskálinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.Umtalaðar auglýsingar Ríflega 100 milljónir áhorfenda fylgjast með leiknum og segjast 93% bandarískra áhorfenda ræða um auglýsingarnar við félaga sína eftir leikinn. Hvergi annars staðar er slík athygli í boði en verðmiðinn er eftir því. Talið er að greiða þurfi um hálfan milljarð króna fyrir hálfa mínútu meðan á leiknum stendur. Það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir áratug. En þá er ekki allt talið því helstu auglýsendur verja yfir 100 milljónum til viðbótar í að auglýsa auglýsingarnar sínar í aðdraganda leiksins og annað eins getur framleiðslan kostað. Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hali inn um 40 milljarða króna frá auglýsendum á sunnudaginn, tæplega fjórum sinnum meira en sem nemur öllum auglýsingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.Tónlistin Pink syngur þjóðsönginn og Justin Timberlake heldur uppi stuðinu í hálfleik. Tónleikarnir kosta sitt, um milljarð króna, en flytjendurnir fá ekki krónu. Raunar hefur verið reynt (án árangurs) að láta tónlistarfólk greiða fyrir heiðurinn, enda er ekki ónýt auglýsing að fá óskerta athygli áhorfenda og það er væntanlega ekki tilviljun að Timberlake gefur út nýja plötu á föstudaginn. Reynsla Lady Gaga var ansi góð í fyrra en streymi tónlistar hennar þrefaldaðist og plötusala tífaldaðist í kjölfar tónleika hennar í hálfleik.Milljarður lítra bjórs Áhorfendur taka virkan þátt í að þenja fjármálahlið Ofurskálarinnar út. Verslunarráð Bandaríkjanna (NRF) áætlar að fullorðnir íbúar landsins verji 8.200 krónum að meðaltali til dagsins, sem er 8,5% aukning frá síðasta ári og 72% aukning frá 2010. Yfir milljarður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 milljónum kjúklinga og kaloríurnar eru fleiri en á jóladag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson NFL Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.Umtalaðar auglýsingar Ríflega 100 milljónir áhorfenda fylgjast með leiknum og segjast 93% bandarískra áhorfenda ræða um auglýsingarnar við félaga sína eftir leikinn. Hvergi annars staðar er slík athygli í boði en verðmiðinn er eftir því. Talið er að greiða þurfi um hálfan milljarð króna fyrir hálfa mínútu meðan á leiknum stendur. Það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir áratug. En þá er ekki allt talið því helstu auglýsendur verja yfir 100 milljónum til viðbótar í að auglýsa auglýsingarnar sínar í aðdraganda leiksins og annað eins getur framleiðslan kostað. Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hali inn um 40 milljarða króna frá auglýsendum á sunnudaginn, tæplega fjórum sinnum meira en sem nemur öllum auglýsingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.Tónlistin Pink syngur þjóðsönginn og Justin Timberlake heldur uppi stuðinu í hálfleik. Tónleikarnir kosta sitt, um milljarð króna, en flytjendurnir fá ekki krónu. Raunar hefur verið reynt (án árangurs) að láta tónlistarfólk greiða fyrir heiðurinn, enda er ekki ónýt auglýsing að fá óskerta athygli áhorfenda og það er væntanlega ekki tilviljun að Timberlake gefur út nýja plötu á föstudaginn. Reynsla Lady Gaga var ansi góð í fyrra en streymi tónlistar hennar þrefaldaðist og plötusala tífaldaðist í kjölfar tónleika hennar í hálfleik.Milljarður lítra bjórs Áhorfendur taka virkan þátt í að þenja fjármálahlið Ofurskálarinnar út. Verslunarráð Bandaríkjanna (NRF) áætlar að fullorðnir íbúar landsins verji 8.200 krónum að meðaltali til dagsins, sem er 8,5% aukning frá síðasta ári og 72% aukning frá 2010. Yfir milljarður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 milljónum kjúklinga og kaloríurnar eru fleiri en á jóladag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun