Útbreidd veirusýking herjar á íslenska tómata Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 15:14 Sjúkdómarnir geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Vísir/stefán Tveir plöntusjúkdómar greindust í haust í tómatrækt hérlendis og er annar þeirra útbreiddur. Sjúkdómarnir geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um sé að ræða veiruna Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid - PSTVd). „Niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar gefa til kynna að veirusmitið af völdum PepMV eigi sér sameiginlegan uppruna og sé útbreitt meðal tómatræktenda hérlendis. Sjúkdómarnir eru ekki skaðlegir fólki en geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Matvælastofnun veit ekki til þess að veiran eða veirungurinn hafi áður náð fótfestu í garðyrkju hérlendis. Við rannsókn voru tekin 22 sýni til hraðprófunar, af þeim voru 12 jákvæð fyrir PepMV veirunni. Ekki var skimað fyrir spóluhnýðissýkingu í hraðprófun. Einnig voru 16 ný sýni frá sömu ræktendum send til frekari rannsóknar, af þeim voru níu jákvæð fyrir PepMV og eitt jákvætt fyrir spóluhnýðissýkingu. Sex ræktendur höfðu þegar tæmt hús þegar sýnataka fór fram og ekki fengust sýni frá þeim. Spóluhnýðissýking greindist hjá tveimur til viðbótar síðasta haust við sýnatökur ræktenda,“ segir í fréttinni.Bundnir við Suðurlandsundirlendið Niðurstöður rannsóknar sýni að sýkingarnar séu bundnar við Suðurlandsundirlendið en ekki sé hægt að útiloka frekari útbreiðslu í öðrum landshlutum. Þá segir að spóluhnýðissýking geti borist í kartöflur með tilheyrandi afföllum og hefur Matvælastofnun beint því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt. Nánar má lesa um málið á vef Matvælastofnunar. Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Tveir plöntusjúkdómar greindust í haust í tómatrækt hérlendis og er annar þeirra útbreiddur. Sjúkdómarnir geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að um sé að ræða veiruna Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid - PSTVd). „Niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar gefa til kynna að veirusmitið af völdum PepMV eigi sér sameiginlegan uppruna og sé útbreitt meðal tómatræktenda hérlendis. Sjúkdómarnir eru ekki skaðlegir fólki en geta valdið miklum afföllum í tómatrækt. Matvælastofnun veit ekki til þess að veiran eða veirungurinn hafi áður náð fótfestu í garðyrkju hérlendis. Við rannsókn voru tekin 22 sýni til hraðprófunar, af þeim voru 12 jákvæð fyrir PepMV veirunni. Ekki var skimað fyrir spóluhnýðissýkingu í hraðprófun. Einnig voru 16 ný sýni frá sömu ræktendum send til frekari rannsóknar, af þeim voru níu jákvæð fyrir PepMV og eitt jákvætt fyrir spóluhnýðissýkingu. Sex ræktendur höfðu þegar tæmt hús þegar sýnataka fór fram og ekki fengust sýni frá þeim. Spóluhnýðissýking greindist hjá tveimur til viðbótar síðasta haust við sýnatökur ræktenda,“ segir í fréttinni.Bundnir við Suðurlandsundirlendið Niðurstöður rannsóknar sýni að sýkingarnar séu bundnar við Suðurlandsundirlendið en ekki sé hægt að útiloka frekari útbreiðslu í öðrum landshlutum. Þá segir að spóluhnýðissýking geti borist í kartöflur með tilheyrandi afföllum og hefur Matvælastofnun beint því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt. Nánar má lesa um málið á vef Matvælastofnunar.
Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira