Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 10:06 Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið ákærður meðal annars fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverkabrots eftir að hann ók á gangandi vegfarendur á Drottningargötunni í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Fimm manns fórust í árásinni. Ákæran var birt í dag, en á sama tíma voru um níu þúsund blaðsíður af rannsóknargögnum lögreglu birt. Í ákærunni kemur fram að Akilov hafi verið að undirbúa árásina um margra mánaða skeið. Á hann að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS og boðist til að framkvæma árás í Stokkhólmi í nafni samtakanna.Sór ISIS hollustu Markmið Akilov á að hafa verið að skapa ótta meðal almennings í Svíþjóð og fá sænsk yfirvöld til að hætta aðild sinni að alþjóðlegri baráttu gegn ISIS. Á minniskubbi í eigu Akilov á lögregla einnig að hafa fundið gögn tengd ISIS og myndband þar sem Akilov sver samökunum hollustu sína. Saksóknarar hafa farið fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og síðar brottvísun frá landinu. Ennfremur kemur fram í gögnum lögreglu að Akilov hafi sent myndir úr vörubílnum þegar hann ók niður Drottningargötuna. Þá hafi heimagerð sprengja fundist í vörubílnum. Hún hafi hins vegar ekki spurungið líkt og Akilov hafði vonast eftir.Vísir/EPALeitaði á Google að skemmtistöðum fyrir samkynhneigða Hinn 39 ára Akilov á að hafa skipulagt árásina frá að minnsta kosti 16. janúar 2017. Þá tók hann ljósmyndir á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal annars Drottningargötu, Hötorget og Sveavägen. Þá á hann einnig að hafa leitað upplýsinga á Google um skemmtistaði fyrir hinsegin fólk í Stokkhólmi og báta sem bjóða upp á útsýnisferðir fyrir ferðamenn.Fimm fórust Akilov rændi vörubíl og ók honum um niður Drottningargötuna. Þrír fórust á staðnum og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Akilov var handtekinn á bensínstöð síðar sama dag eftir að hann hafði tekið strætó í úthverfi Stokkhólms og sagt starfsfólki að „það var [hann] sem gerði þetta“. Tveir fréttamannafundir eru fyrirhugaðir síðar í dag, annars vegar fréttamannafundur saksóknara og hins vegar verjanda Akilov. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið ákærður meðal annars fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverkabrots eftir að hann ók á gangandi vegfarendur á Drottningargötunni í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Fimm manns fórust í árásinni. Ákæran var birt í dag, en á sama tíma voru um níu þúsund blaðsíður af rannsóknargögnum lögreglu birt. Í ákærunni kemur fram að Akilov hafi verið að undirbúa árásina um margra mánaða skeið. Á hann að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS og boðist til að framkvæma árás í Stokkhólmi í nafni samtakanna.Sór ISIS hollustu Markmið Akilov á að hafa verið að skapa ótta meðal almennings í Svíþjóð og fá sænsk yfirvöld til að hætta aðild sinni að alþjóðlegri baráttu gegn ISIS. Á minniskubbi í eigu Akilov á lögregla einnig að hafa fundið gögn tengd ISIS og myndband þar sem Akilov sver samökunum hollustu sína. Saksóknarar hafa farið fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og síðar brottvísun frá landinu. Ennfremur kemur fram í gögnum lögreglu að Akilov hafi sent myndir úr vörubílnum þegar hann ók niður Drottningargötuna. Þá hafi heimagerð sprengja fundist í vörubílnum. Hún hafi hins vegar ekki spurungið líkt og Akilov hafði vonast eftir.Vísir/EPALeitaði á Google að skemmtistöðum fyrir samkynhneigða Hinn 39 ára Akilov á að hafa skipulagt árásina frá að minnsta kosti 16. janúar 2017. Þá tók hann ljósmyndir á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal annars Drottningargötu, Hötorget og Sveavägen. Þá á hann einnig að hafa leitað upplýsinga á Google um skemmtistaði fyrir hinsegin fólk í Stokkhólmi og báta sem bjóða upp á útsýnisferðir fyrir ferðamenn.Fimm fórust Akilov rændi vörubíl og ók honum um niður Drottningargötuna. Þrír fórust á staðnum og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Akilov var handtekinn á bensínstöð síðar sama dag eftir að hann hafði tekið strætó í úthverfi Stokkhólms og sagt starfsfólki að „það var [hann] sem gerði þetta“. Tveir fréttamannafundir eru fyrirhugaðir síðar í dag, annars vegar fréttamannafundur saksóknara og hins vegar verjanda Akilov.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25
Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45
Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent