Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 10:06 Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið ákærður meðal annars fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverkabrots eftir að hann ók á gangandi vegfarendur á Drottningargötunni í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Fimm manns fórust í árásinni. Ákæran var birt í dag, en á sama tíma voru um níu þúsund blaðsíður af rannsóknargögnum lögreglu birt. Í ákærunni kemur fram að Akilov hafi verið að undirbúa árásina um margra mánaða skeið. Á hann að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS og boðist til að framkvæma árás í Stokkhólmi í nafni samtakanna.Sór ISIS hollustu Markmið Akilov á að hafa verið að skapa ótta meðal almennings í Svíþjóð og fá sænsk yfirvöld til að hætta aðild sinni að alþjóðlegri baráttu gegn ISIS. Á minniskubbi í eigu Akilov á lögregla einnig að hafa fundið gögn tengd ISIS og myndband þar sem Akilov sver samökunum hollustu sína. Saksóknarar hafa farið fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og síðar brottvísun frá landinu. Ennfremur kemur fram í gögnum lögreglu að Akilov hafi sent myndir úr vörubílnum þegar hann ók niður Drottningargötuna. Þá hafi heimagerð sprengja fundist í vörubílnum. Hún hafi hins vegar ekki spurungið líkt og Akilov hafði vonast eftir.Vísir/EPALeitaði á Google að skemmtistöðum fyrir samkynhneigða Hinn 39 ára Akilov á að hafa skipulagt árásina frá að minnsta kosti 16. janúar 2017. Þá tók hann ljósmyndir á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal annars Drottningargötu, Hötorget og Sveavägen. Þá á hann einnig að hafa leitað upplýsinga á Google um skemmtistaði fyrir hinsegin fólk í Stokkhólmi og báta sem bjóða upp á útsýnisferðir fyrir ferðamenn.Fimm fórust Akilov rændi vörubíl og ók honum um niður Drottningargötuna. Þrír fórust á staðnum og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Akilov var handtekinn á bensínstöð síðar sama dag eftir að hann hafði tekið strætó í úthverfi Stokkhólms og sagt starfsfólki að „það var [hann] sem gerði þetta“. Tveir fréttamannafundir eru fyrirhugaðir síðar í dag, annars vegar fréttamannafundur saksóknara og hins vegar verjanda Akilov. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið ákærður meðal annars fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverkabrots eftir að hann ók á gangandi vegfarendur á Drottningargötunni í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Fimm manns fórust í árásinni. Ákæran var birt í dag, en á sama tíma voru um níu þúsund blaðsíður af rannsóknargögnum lögreglu birt. Í ákærunni kemur fram að Akilov hafi verið að undirbúa árásina um margra mánaða skeið. Á hann að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS og boðist til að framkvæma árás í Stokkhólmi í nafni samtakanna.Sór ISIS hollustu Markmið Akilov á að hafa verið að skapa ótta meðal almennings í Svíþjóð og fá sænsk yfirvöld til að hætta aðild sinni að alþjóðlegri baráttu gegn ISIS. Á minniskubbi í eigu Akilov á lögregla einnig að hafa fundið gögn tengd ISIS og myndband þar sem Akilov sver samökunum hollustu sína. Saksóknarar hafa farið fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og síðar brottvísun frá landinu. Ennfremur kemur fram í gögnum lögreglu að Akilov hafi sent myndir úr vörubílnum þegar hann ók niður Drottningargötuna. Þá hafi heimagerð sprengja fundist í vörubílnum. Hún hafi hins vegar ekki spurungið líkt og Akilov hafði vonast eftir.Vísir/EPALeitaði á Google að skemmtistöðum fyrir samkynhneigða Hinn 39 ára Akilov á að hafa skipulagt árásina frá að minnsta kosti 16. janúar 2017. Þá tók hann ljósmyndir á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal annars Drottningargötu, Hötorget og Sveavägen. Þá á hann einnig að hafa leitað upplýsinga á Google um skemmtistaði fyrir hinsegin fólk í Stokkhólmi og báta sem bjóða upp á útsýnisferðir fyrir ferðamenn.Fimm fórust Akilov rændi vörubíl og ók honum um niður Drottningargötuna. Þrír fórust á staðnum og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Akilov var handtekinn á bensínstöð síðar sama dag eftir að hann hafði tekið strætó í úthverfi Stokkhólms og sagt starfsfólki að „það var [hann] sem gerði þetta“. Tveir fréttamannafundir eru fyrirhugaðir síðar í dag, annars vegar fréttamannafundur saksóknara og hins vegar verjanda Akilov.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25
Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45
Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00