Ástæðan fyrir því að Rihanna er að setja á sig kórónu á Twitter-síðu Ólafíu Þórunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2018 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/Ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gafst ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun á fyrsta LPGA-móti sínu á árinu 2018. Íþróttamaður ársins 2017 sýndi úr hverju hún er gerð. Eftir sex skolla á fyrsta hring og aðra fimm skolla á fyrstu ellefu holunum á öðrum hring þá leit allt út fyrir að íslenski kylfingurinn myndi festast í niðurskurðinum og fara að huga að heimferð. Það hefur verið gaman að fylgjast með fyrstu sporum Ólafíu meðal þeirra bestu í heimi því hún hefur oftast siglt ótrauð í gegnum mesta ólgusjóinn. Ólafía Þórunn sýndi þannig enn á ný mikinn andlegan styrk í þessari erfiðu stöðu sem hún var í eftir að öðrum hringnum hafði tvisvar verið frestað og hún var að fara út eldsnemma á sunnudagsmorgni að spila holur sem hún átti að spila á föstudaginn. Ólafía var tilbúin í það krefjandi verkefni og hún byrjaði á því að ná fjórum fuglum á síðustu sex holunum á öðrum hring en með því náði hún niðurskurðinum með glans. Ólafía fylgdi því eftir og fékk fimm fugla á þriðja hringnum sem skilaði henni 26. sæti á mótinu sem er einn besti árangur hennar á sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía Þórunn hafði þar með náð tíu fuglum á 25 holum og hækkað sig úr +9 í -1 sem er magnaður árangur. Það var því ekkert skrýtið að Ólafía hafi fagnað árangrinum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Drottning íslenska golfsins styrkti enn stöðu sína í hásætinu og það var við hæfi að kalla á drottningu tísku- og tónlistarheimsins til að fagna því. Þetta var sannkölluð draumaframmistaða en enginn draumur.Waking up and it’s still not a dream Going from +9 to -1 in 25 holes #mondayfeelspic.twitter.com/kvE6ND4xjC — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 29, 2018 Golf Tengdar fréttir Einn besti árangur Ólafíu á LPGA eftir glæsilegan lokahring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. 28. janúar 2018 21:42 Tveir fuglar eftir níu holur á lokahring Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar lokahringinn vel á Pure Silk mótinu í golfi sem fram fer á Bahamaeyjum. Hún fór fyrstu níu holurnar á tveimur höggum undir pari. 28. janúar 2018 19:33 Federer er hluti af nýju rútínunni hjá Ólafíu Sunnudagurinn 29. janúar 2018 var frábær dagur fyrir besta kylfing landsins og það lítur út fyrir að Svisslendingurinn Roger Ferderer hafi átt sinn þátt í því. 29. janúar 2018 14:00 Frábær spilamennska Ólafíu skilaði henni í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir kláraði annan keppnishringinn sinn á morgun með því að ná fjórum fuglum á síðustu sex holunum. 28. janúar 2018 13:30 Níu fugla dagur skilaði Ólafíu meira en einni milljón Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. 29. janúar 2018 11:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gafst ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun á fyrsta LPGA-móti sínu á árinu 2018. Íþróttamaður ársins 2017 sýndi úr hverju hún er gerð. Eftir sex skolla á fyrsta hring og aðra fimm skolla á fyrstu ellefu holunum á öðrum hring þá leit allt út fyrir að íslenski kylfingurinn myndi festast í niðurskurðinum og fara að huga að heimferð. Það hefur verið gaman að fylgjast með fyrstu sporum Ólafíu meðal þeirra bestu í heimi því hún hefur oftast siglt ótrauð í gegnum mesta ólgusjóinn. Ólafía Þórunn sýndi þannig enn á ný mikinn andlegan styrk í þessari erfiðu stöðu sem hún var í eftir að öðrum hringnum hafði tvisvar verið frestað og hún var að fara út eldsnemma á sunnudagsmorgni að spila holur sem hún átti að spila á föstudaginn. Ólafía var tilbúin í það krefjandi verkefni og hún byrjaði á því að ná fjórum fuglum á síðustu sex holunum á öðrum hring en með því náði hún niðurskurðinum með glans. Ólafía fylgdi því eftir og fékk fimm fugla á þriðja hringnum sem skilaði henni 26. sæti á mótinu sem er einn besti árangur hennar á sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía Þórunn hafði þar með náð tíu fuglum á 25 holum og hækkað sig úr +9 í -1 sem er magnaður árangur. Það var því ekkert skrýtið að Ólafía hafi fagnað árangrinum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Drottning íslenska golfsins styrkti enn stöðu sína í hásætinu og það var við hæfi að kalla á drottningu tísku- og tónlistarheimsins til að fagna því. Þetta var sannkölluð draumaframmistaða en enginn draumur.Waking up and it’s still not a dream Going from +9 to -1 in 25 holes #mondayfeelspic.twitter.com/kvE6ND4xjC — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 29, 2018
Golf Tengdar fréttir Einn besti árangur Ólafíu á LPGA eftir glæsilegan lokahring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. 28. janúar 2018 21:42 Tveir fuglar eftir níu holur á lokahring Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar lokahringinn vel á Pure Silk mótinu í golfi sem fram fer á Bahamaeyjum. Hún fór fyrstu níu holurnar á tveimur höggum undir pari. 28. janúar 2018 19:33 Federer er hluti af nýju rútínunni hjá Ólafíu Sunnudagurinn 29. janúar 2018 var frábær dagur fyrir besta kylfing landsins og það lítur út fyrir að Svisslendingurinn Roger Ferderer hafi átt sinn þátt í því. 29. janúar 2018 14:00 Frábær spilamennska Ólafíu skilaði henni í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir kláraði annan keppnishringinn sinn á morgun með því að ná fjórum fuglum á síðustu sex holunum. 28. janúar 2018 13:30 Níu fugla dagur skilaði Ólafíu meira en einni milljón Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. 29. janúar 2018 11:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Einn besti árangur Ólafíu á LPGA eftir glæsilegan lokahring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. 28. janúar 2018 21:42
Tveir fuglar eftir níu holur á lokahring Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar lokahringinn vel á Pure Silk mótinu í golfi sem fram fer á Bahamaeyjum. Hún fór fyrstu níu holurnar á tveimur höggum undir pari. 28. janúar 2018 19:33
Federer er hluti af nýju rútínunni hjá Ólafíu Sunnudagurinn 29. janúar 2018 var frábær dagur fyrir besta kylfing landsins og það lítur út fyrir að Svisslendingurinn Roger Ferderer hafi átt sinn þátt í því. 29. janúar 2018 14:00
Frábær spilamennska Ólafíu skilaði henni í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinnsdóttir kláraði annan keppnishringinn sinn á morgun með því að ná fjórum fuglum á síðustu sex holunum. 28. janúar 2018 13:30
Níu fugla dagur skilaði Ólafíu meira en einni milljón Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði i 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum sem lauk í gær. Það er óhætt að segja að íslenski kylfingurinn hafi spilað frábærlega á lokadeginum sem er einn sá sögulegasti hjá henni á LPGA-mótaröðinni. 29. janúar 2018 11:30