Brady í fýlu út í útvarpsmann en vill ekki að hann verði rekinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 09:30 Brady er mættur til Minneapolis og mætti á sinn fyrsta fjölmiðlaviðburð fyrir Super Bowl í nótt. vísir/getty Tom Brady hefur verið vikulegur gestur í útvarpsþætti í Boston en í gær neitaði hann að gefa þættinum viðtal þar sem starfsmaður stöðvarinnar hafði talað illa um fimm ára dóttur hans. Útvarpsmaðurinn, Alex Reimer, var að ræða heimildarmyndina um Brady, Tom vs Time, í öðrum útvarpsþætti á sömu stöð er hann sagði að dóttir Brady væri óþolandi. Það kunni Brady illa að meta. Skiljanlega. Er hringt var í hann úr útvarpsþættinum sagðist hann í beinni vera ósáttur við þessa hegðun og lagði svo á. Mjög vont fyrir útvarpsmanninn að móðga stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna sem stöðin var með einstakan aðgang að. Bjuggust flestir við því að hann yrði rekinn í kjölfarið en stöðin byrjaði á að senda hann í launalaust leyfi út vikuna. Brady bjargaði samt líklega starfi hans í nótt er hann mætti í sín fyrstu viðtöl í Super Bowl-vikunni. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á útvarpsstöðinni en ég vona að hann verði ekki rekinn. Það vernda allir börnin sín og börnin mín eiga ekki skilið svona gagnrýni. Ég get skilið gagnrýni í minn garð en ekki barnanna,“ sagði Brady og bætti við. „Það gera allir mistök í sínum störfum og það væri ömurlegt ef líf einhvers myndi breytast mikið út af svona mistökum.“Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 23.30 en vegleg upphitun hefst í beinni klukkan 22.00. NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Tom Brady hefur verið vikulegur gestur í útvarpsþætti í Boston en í gær neitaði hann að gefa þættinum viðtal þar sem starfsmaður stöðvarinnar hafði talað illa um fimm ára dóttur hans. Útvarpsmaðurinn, Alex Reimer, var að ræða heimildarmyndina um Brady, Tom vs Time, í öðrum útvarpsþætti á sömu stöð er hann sagði að dóttir Brady væri óþolandi. Það kunni Brady illa að meta. Skiljanlega. Er hringt var í hann úr útvarpsþættinum sagðist hann í beinni vera ósáttur við þessa hegðun og lagði svo á. Mjög vont fyrir útvarpsmanninn að móðga stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna sem stöðin var með einstakan aðgang að. Bjuggust flestir við því að hann yrði rekinn í kjölfarið en stöðin byrjaði á að senda hann í launalaust leyfi út vikuna. Brady bjargaði samt líklega starfi hans í nótt er hann mætti í sín fyrstu viðtöl í Super Bowl-vikunni. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á útvarpsstöðinni en ég vona að hann verði ekki rekinn. Það vernda allir börnin sín og börnin mín eiga ekki skilið svona gagnrýni. Ég get skilið gagnrýni í minn garð en ekki barnanna,“ sagði Brady og bætti við. „Það gera allir mistök í sínum störfum og það væri ömurlegt ef líf einhvers myndi breytast mikið út af svona mistökum.“Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 23.30 en vegleg upphitun hefst í beinni klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum