Stórkostlegt gáleysi FH-ingsins staðfest af Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 15:48 Harjit Delay, til vinstri, féll um þrjá metra á Þórsvellinum árið 2014. Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15