Byggja þyrfti nýjan Kópavog og Akranes til að mæta uppsafnaðri íbúðaþörf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:00 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/ernir Sérstök umræða um skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs fór fram á Alþingi í morgun. Málshefjandi var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og til andsvara var Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Björn Leví byrjaði á því að fara yfir stöðuna á húsnæðismarkaði og vísaði í skýrslu Íbúðalánsjóðs og svo tölur Þjóðskrár. Hann sagði að í skýrslu Íbúðalánasjóðs kæmi fram að það vantaði 17 þúsund íbúðir fyrir árslok 2019. „Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að það vanti 17.000 íbúðir fyrir lok ársins 2019. Það eru íbúðir fyrir næstum því 42.000 manns og væri annað stærsta bæjarfélag á Íslandi. Það þarf sem sagt að byggja heilan Kópavog plús Akranes á næstu tveimur árum til að ná í uppsafnaða þörf. Sama dæmi, önnur sveitarfélög: Hveragerði, Vestmannaeyjar, Árborg, Mosfellsbær og Akureyri, samanlögð uppsöfnuð íbúðaþörf á Íslandi,“ sagði Björn Leví í ræðu sinni. Hvað varðaði tölur Þjóðskrár sagði þingmaðurinn að þær gengu að mestu leyti út á að komast að því hve margar íbúðir vantar ef hlutfall íbúa í hverri íbúð lækkar í áttina að því sem var áður. „Það hlutfall er nú 2,5 íbúar í íbúð á Íslandi en hlutfallið er hátt í samanburði við nágrannalönd. Í Finnlandi er hlutfallið 2,1, Danmörk er með hlutfallið 2,0 og í Svíþjóð er það 1,9. Greining þjóðskrár sýnir hve margar íbúðir skortir til að ná fyrra íbúahlutfalli á íbúð en skýrsla Íbúðalánasjóðs sýnir þróunina á næstu árum í óbreyttu íbúahlutfalli. Því má segja að skorturinn sé í raun enn meiri en fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Ef tekið er tillit til greiningar þjóðskrár vantar 18.500 íbúðir fyrir árslok 2019. Þetta eru hins vegar bara tölurnar. Sagan sem þær segja er miklu verri,“ sagði Björn Leví og tók dæmi fjölgun ungs fólks sem býr enn í foreldrahúsum. Sagði hann að tími aðgerða væri núna; það yrði að bregðast við því að það vantaði 18.500 íbúðir.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/EyþórEngar skammtímalausnir í húsnæðismálum Félagsmálaráðherra tók undir orð Björns Levís um að aðgerða væri þörf en benti á að það væru engar skammtímalausnir í húsnæðismálum. Horfa þyrfti til langs tíma. „Það er mikilvægt að huga að stefnumótun í húsnæðismálum til langs tíma sem byggir á rannsóknu og áætlunum til langs tíma. Húsnæðismál eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Húsnæðisáætlanir eru lykilatriði sem og greiningar á húsnæðismarkaði og húsnæðisáætlanir verða síðan að taka mið af þessum greiningum,“ sagði Ásmundur Einar og bætti við að mikilvægt væri að fjölgun íbúða næstu árin væri mikil og stöðug. Þá vakti ráðherrann athygli á því að húsnæðismálin og skipulags-og byggingarmálin væru ekki undir sama ráðuneyti. Staðan væri ekki þannig í nágrannalöndunum heldur heyrðu þessi mál undir sama ráðherra enda um nátengd viðfangsefni að ræða. „Það er mikilvægt að ná samstöðu um hvernig við getum breytt byggingarlöggjöf til að þær kröfur sem réttilega eru gerðar til íbúðahúsnæðis tefji sem minnst fyrir uppbyggingu hagkvæmra íbúða og þannig sé hægt að ná fram eins mikilli hagkvæmni og kostur er,“ sagði Ásmundur Einar. Hann nefndi síðan hvað hann taldi að þyrfti að gera til að bregðast við vandanum. „Það þarf auknar fjárveitingar inn í almenna íbúðakerfið en þó er það ekki hugsað þannig að það leysi húsnæðisskortinn. Það er fyrst og fremst hugsað til þess að tryggja þeim sem hafa lægri tekjur aðgengi að húsnæði. Við þurfum að efla húsnæðisáætlanir sveitarfélaga, efla greiningar Íbúðalánasjóðs, ná að láta þetta vinna saman og að sveitarfélögin fari síðan að auka sínar lóðaúthlutanir í samræmi við húsnæðisáætlanir sem gerðar eru á greiningar sem hægt er að treysta. Við þurfum að lækka byggingarkostnað og við þurfum að horfa á landið allt [...] vegna þess að það verður að fara að byggja utan höfuðborgarsvæðisins.“Umræðuna alla sem fram fór á þingi í morgun má nálgast hér. Alþingi Tengdar fréttir Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Íbúðalánasjóður segir að í ljósi sögunnar geti sumir nú verið varir um sig eftir að fasteignaverð lækkaði í nóvember og um 78 prósent íbúða seldust undir ásettu verði. Fasteignasalar spá verðhækkunum en auknu jafnvægi. 11. janúar 2018 06:00 Eina lausa húsnæðið á landsbyggðinni oft illa farið eða uppfyllir ekki kröfur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að landsbyggðin hafi því miður allt of lengi setið eftir í úrræðum stjórnvalda. 1. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Sérstök umræða um skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs fór fram á Alþingi í morgun. Málshefjandi var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og til andsvara var Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Björn Leví byrjaði á því að fara yfir stöðuna á húsnæðismarkaði og vísaði í skýrslu Íbúðalánsjóðs og svo tölur Þjóðskrár. Hann sagði að í skýrslu Íbúðalánasjóðs kæmi fram að það vantaði 17 þúsund íbúðir fyrir árslok 2019. „Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að það vanti 17.000 íbúðir fyrir lok ársins 2019. Það eru íbúðir fyrir næstum því 42.000 manns og væri annað stærsta bæjarfélag á Íslandi. Það þarf sem sagt að byggja heilan Kópavog plús Akranes á næstu tveimur árum til að ná í uppsafnaða þörf. Sama dæmi, önnur sveitarfélög: Hveragerði, Vestmannaeyjar, Árborg, Mosfellsbær og Akureyri, samanlögð uppsöfnuð íbúðaþörf á Íslandi,“ sagði Björn Leví í ræðu sinni. Hvað varðaði tölur Þjóðskrár sagði þingmaðurinn að þær gengu að mestu leyti út á að komast að því hve margar íbúðir vantar ef hlutfall íbúa í hverri íbúð lækkar í áttina að því sem var áður. „Það hlutfall er nú 2,5 íbúar í íbúð á Íslandi en hlutfallið er hátt í samanburði við nágrannalönd. Í Finnlandi er hlutfallið 2,1, Danmörk er með hlutfallið 2,0 og í Svíþjóð er það 1,9. Greining þjóðskrár sýnir hve margar íbúðir skortir til að ná fyrra íbúahlutfalli á íbúð en skýrsla Íbúðalánasjóðs sýnir þróunina á næstu árum í óbreyttu íbúahlutfalli. Því má segja að skorturinn sé í raun enn meiri en fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Ef tekið er tillit til greiningar þjóðskrár vantar 18.500 íbúðir fyrir árslok 2019. Þetta eru hins vegar bara tölurnar. Sagan sem þær segja er miklu verri,“ sagði Björn Leví og tók dæmi fjölgun ungs fólks sem býr enn í foreldrahúsum. Sagði hann að tími aðgerða væri núna; það yrði að bregðast við því að það vantaði 18.500 íbúðir.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/EyþórEngar skammtímalausnir í húsnæðismálum Félagsmálaráðherra tók undir orð Björns Levís um að aðgerða væri þörf en benti á að það væru engar skammtímalausnir í húsnæðismálum. Horfa þyrfti til langs tíma. „Það er mikilvægt að huga að stefnumótun í húsnæðismálum til langs tíma sem byggir á rannsóknu og áætlunum til langs tíma. Húsnæðismál eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Húsnæðisáætlanir eru lykilatriði sem og greiningar á húsnæðismarkaði og húsnæðisáætlanir verða síðan að taka mið af þessum greiningum,“ sagði Ásmundur Einar og bætti við að mikilvægt væri að fjölgun íbúða næstu árin væri mikil og stöðug. Þá vakti ráðherrann athygli á því að húsnæðismálin og skipulags-og byggingarmálin væru ekki undir sama ráðuneyti. Staðan væri ekki þannig í nágrannalöndunum heldur heyrðu þessi mál undir sama ráðherra enda um nátengd viðfangsefni að ræða. „Það er mikilvægt að ná samstöðu um hvernig við getum breytt byggingarlöggjöf til að þær kröfur sem réttilega eru gerðar til íbúðahúsnæðis tefji sem minnst fyrir uppbyggingu hagkvæmra íbúða og þannig sé hægt að ná fram eins mikilli hagkvæmni og kostur er,“ sagði Ásmundur Einar. Hann nefndi síðan hvað hann taldi að þyrfti að gera til að bregðast við vandanum. „Það þarf auknar fjárveitingar inn í almenna íbúðakerfið en þó er það ekki hugsað þannig að það leysi húsnæðisskortinn. Það er fyrst og fremst hugsað til þess að tryggja þeim sem hafa lægri tekjur aðgengi að húsnæði. Við þurfum að efla húsnæðisáætlanir sveitarfélaga, efla greiningar Íbúðalánasjóðs, ná að láta þetta vinna saman og að sveitarfélögin fari síðan að auka sínar lóðaúthlutanir í samræmi við húsnæðisáætlanir sem gerðar eru á greiningar sem hægt er að treysta. Við þurfum að lækka byggingarkostnað og við þurfum að horfa á landið allt [...] vegna þess að það verður að fara að byggja utan höfuðborgarsvæðisins.“Umræðuna alla sem fram fór á þingi í morgun má nálgast hér.
Alþingi Tengdar fréttir Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Íbúðalánasjóður segir að í ljósi sögunnar geti sumir nú verið varir um sig eftir að fasteignaverð lækkaði í nóvember og um 78 prósent íbúða seldust undir ásettu verði. Fasteignasalar spá verðhækkunum en auknu jafnvægi. 11. janúar 2018 06:00 Eina lausa húsnæðið á landsbyggðinni oft illa farið eða uppfyllir ekki kröfur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að landsbyggðin hafi því miður allt of lengi setið eftir í úrræðum stjórnvalda. 1. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Íbúðalánasjóður segir að í ljósi sögunnar geti sumir nú verið varir um sig eftir að fasteignaverð lækkaði í nóvember og um 78 prósent íbúða seldust undir ásettu verði. Fasteignasalar spá verðhækkunum en auknu jafnvægi. 11. janúar 2018 06:00
Eina lausa húsnæðið á landsbyggðinni oft illa farið eða uppfyllir ekki kröfur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að landsbyggðin hafi því miður allt of lengi setið eftir í úrræðum stjórnvalda. 1. febrúar 2018 21:30