Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. febrúar 2018 06:30 Horst Seehofer, leiðtogi CSU, Angela Merkel, leiðtogi CDU, og Martin Schulz, leiðtogi SPD, á góðri stund. Vísir/AFP Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira