Er Alþingi okkar Trump? Þorvaldur Gylfason skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir alvarlegum stjórnmálavanda heima fyrir.Fyrst Nixon … Upptökin má e.t.v. að einhverju leyti rekja til lögbrota Richards Nixon forseta sem náði kjöri 1968 eftir að Lyndon Johnson, sem hafði náð yfirburðakjöri 1964, gafst upp fyrir mótmælum gegn stríðinu í Víetnam og hætti við að bjóða sig fram til endurkjörs 1968. Johnson stillti sig um að láta ákæra Nixon fyrir landráð þar eð vitneskja hans um makk Nixons við Norður-Víetnama var fengin úr ólöglegum símahlerunum. Nixon var kjörinn forseti 1968 og endurkjörinn 1972. Hann var síðan ásamt mönnum sínum staðinn að lögbrotum sem leiddu til þess að hann hrökklaðist úr embætti 1974. Nixon sagði af sér þegar honum varð ljóst að demókratar sem höfðu meiri hluta í báðum deildum þingsins gátu fengið til liðs við sig nógu marga repúblikana í öldungadeildinni til að svipta Nixon embætti. Til þess þurfti þá sem nú einfaldan meiri hluta í fulltrúadeildinni og tvo þriðju hluta atkvæða í öldungadeildinni. Nixon vissi um a.m.k. ellefu öldungadeildarþingmenn úr eigin flokki sem litu mál hans líkum augum og demókratar. Það dugði til sakfellingar. Nixon sagði því af sér áður en til embættissviptingar kæmi.… síðan Trump Eftir þessa atburði tók samkomulagið milli repúblikana og demókrata að súrna. Sumir repúblikanar fylltust hefndarhug. Heiftin birtist m.a. í hatrammri baráttu repúblikana gegn Bill Clinton forseta 1992-2000. Hún gekk svo langt að fulltrúadeild þingsins samþykkti að svipta Clinton embætti fyrir ósannsögli um kvennamál en öldungadeildin sýknaði hann. Í þessu eitraða andrúmslofti gagnkvæmrar óvildar og tortryggni og lítils trausts kjósenda til þingsins áttust þau við í forsetakosningunum í fyrra Hillary Clinton fyrir hönd demókrata og Donald Trump fyrir repúblikana. Clinton fékk megna andúð repúblikana í arf frá bónda sínum; Trump hótaði henni jafnvel fangelsun kæmist hann til valda. Og demókratar hafa megna andúð á Trump forseta. Helztu fjölmiðlar gagnrýna hann harkalega og hann ræðst gegn þeim alla daga, kallar þá óvini ríkisins o.fl. Og nú tekur steininn úr þegar forsetinn reynir að grafa undan alríkislögreglunni FBI að því er virðist til að aftra rannsókn sérstaks saksóknara á meintum tengslum Rússa við menn Trumps og Trump sjálfan, m.a. grunsemdir um leynimakk við Rússa um afnám viðskiptaþvingana sem þingið hafði ákveðið. Leynimakk við óvininn hljómar eins og bergmál frá fyrri tíð.Trump á Alþingi Trump er m.a. sakaður um að grafa undan lýðræði. Vandinn sem bandarískir lýðræðissinnar standa frammi fyrir er þessi: Hvað er til bragðs að taka þegar lýðræðislega kjörinn forseti grefur svo undan lýðræði að álit landsins hefur laskazt stórlega? Vitnisburðirnir hrannast upp. Eiga menn að láta sér nægja að bíða næstu kosninga og leyfa skemmdinni að breiðast út? Margir segja nei, við verðum að reyna að koma forsetanum frá sem fyrst enda leyfir stjórnarskráin það eins og dæmi Nixons vitnar um. Íslenzkir lýðræðissinnar standa nú frammi fyrir áþekkum vanda. Hvað er til bragðs að taka þegar lýðræðislega kjörið Alþingi grefur svo undan lýðræði í landinu að álit landsins hefur laskazt stórlega? Vitnisburðirnir hrannast upp. Alþingi heldur áfram að vanvirða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 um nýja stjórnarskrá og skýlir sér við þann verknað bak við ákvæði sem danskur einvaldskóngur setti í núgildandi stjórnarskrá til að torvelda breytingar á henni. Ísland telst ekki lengur óskorað lýðræðisríki skv. erlendum vísitölum. Spillingin æðir áfram. Alþingi hefur nú þrisvar í röð verið kosið skv. kosningalögum sem kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 auk þess sem sýslumaður nátengdur Sjálfstæðisflokknum lagði lögbann rétt fyrir síðustu kosningar á fréttir sem komu Sjálfstæðisflokknum illa. Lögbannið reyndist ólöglegt. Þetta kallast skríðandi fasismi. Lögbannið stendur enn. Eiga menn bara að bíða næstu kosninga og leyfa skemmdinni að breiðast út? Eða eiga menn að leita leiða til að knýja fram uppskipun með sem allra stytztu millibili þar til Alþingi bætir ráð sitt? Eru meint afbrot stjórnmálamanna og erindreka þeirra annars eðlis en önnur lögbrot? Á að dæma um þau í kjörklefanum frekar en í réttarsölum? Nv. dómsmálaráðherra virðist líta svo á. Hún hafnar dómi Hæstaréttar þess efnis að hún hafi brotið lög með þeim rökum að hún hafi náð endurkjöri eftir að brotið komst í hámæli. Viðhorf hennar og annarra sem eru sama sinnis grafa undan réttarvitund í samfélaginu og undan réttarríkinu. Skemmdin breiðist út. Alþingi ögrar bæði lýðræðinu og réttarríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir alvarlegum stjórnmálavanda heima fyrir.Fyrst Nixon … Upptökin má e.t.v. að einhverju leyti rekja til lögbrota Richards Nixon forseta sem náði kjöri 1968 eftir að Lyndon Johnson, sem hafði náð yfirburðakjöri 1964, gafst upp fyrir mótmælum gegn stríðinu í Víetnam og hætti við að bjóða sig fram til endurkjörs 1968. Johnson stillti sig um að láta ákæra Nixon fyrir landráð þar eð vitneskja hans um makk Nixons við Norður-Víetnama var fengin úr ólöglegum símahlerunum. Nixon var kjörinn forseti 1968 og endurkjörinn 1972. Hann var síðan ásamt mönnum sínum staðinn að lögbrotum sem leiddu til þess að hann hrökklaðist úr embætti 1974. Nixon sagði af sér þegar honum varð ljóst að demókratar sem höfðu meiri hluta í báðum deildum þingsins gátu fengið til liðs við sig nógu marga repúblikana í öldungadeildinni til að svipta Nixon embætti. Til þess þurfti þá sem nú einfaldan meiri hluta í fulltrúadeildinni og tvo þriðju hluta atkvæða í öldungadeildinni. Nixon vissi um a.m.k. ellefu öldungadeildarþingmenn úr eigin flokki sem litu mál hans líkum augum og demókratar. Það dugði til sakfellingar. Nixon sagði því af sér áður en til embættissviptingar kæmi.… síðan Trump Eftir þessa atburði tók samkomulagið milli repúblikana og demókrata að súrna. Sumir repúblikanar fylltust hefndarhug. Heiftin birtist m.a. í hatrammri baráttu repúblikana gegn Bill Clinton forseta 1992-2000. Hún gekk svo langt að fulltrúadeild þingsins samþykkti að svipta Clinton embætti fyrir ósannsögli um kvennamál en öldungadeildin sýknaði hann. Í þessu eitraða andrúmslofti gagnkvæmrar óvildar og tortryggni og lítils trausts kjósenda til þingsins áttust þau við í forsetakosningunum í fyrra Hillary Clinton fyrir hönd demókrata og Donald Trump fyrir repúblikana. Clinton fékk megna andúð repúblikana í arf frá bónda sínum; Trump hótaði henni jafnvel fangelsun kæmist hann til valda. Og demókratar hafa megna andúð á Trump forseta. Helztu fjölmiðlar gagnrýna hann harkalega og hann ræðst gegn þeim alla daga, kallar þá óvini ríkisins o.fl. Og nú tekur steininn úr þegar forsetinn reynir að grafa undan alríkislögreglunni FBI að því er virðist til að aftra rannsókn sérstaks saksóknara á meintum tengslum Rússa við menn Trumps og Trump sjálfan, m.a. grunsemdir um leynimakk við Rússa um afnám viðskiptaþvingana sem þingið hafði ákveðið. Leynimakk við óvininn hljómar eins og bergmál frá fyrri tíð.Trump á Alþingi Trump er m.a. sakaður um að grafa undan lýðræði. Vandinn sem bandarískir lýðræðissinnar standa frammi fyrir er þessi: Hvað er til bragðs að taka þegar lýðræðislega kjörinn forseti grefur svo undan lýðræði að álit landsins hefur laskazt stórlega? Vitnisburðirnir hrannast upp. Eiga menn að láta sér nægja að bíða næstu kosninga og leyfa skemmdinni að breiðast út? Margir segja nei, við verðum að reyna að koma forsetanum frá sem fyrst enda leyfir stjórnarskráin það eins og dæmi Nixons vitnar um. Íslenzkir lýðræðissinnar standa nú frammi fyrir áþekkum vanda. Hvað er til bragðs að taka þegar lýðræðislega kjörið Alþingi grefur svo undan lýðræði í landinu að álit landsins hefur laskazt stórlega? Vitnisburðirnir hrannast upp. Alþingi heldur áfram að vanvirða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 um nýja stjórnarskrá og skýlir sér við þann verknað bak við ákvæði sem danskur einvaldskóngur setti í núgildandi stjórnarskrá til að torvelda breytingar á henni. Ísland telst ekki lengur óskorað lýðræðisríki skv. erlendum vísitölum. Spillingin æðir áfram. Alþingi hefur nú þrisvar í röð verið kosið skv. kosningalögum sem kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 auk þess sem sýslumaður nátengdur Sjálfstæðisflokknum lagði lögbann rétt fyrir síðustu kosningar á fréttir sem komu Sjálfstæðisflokknum illa. Lögbannið reyndist ólöglegt. Þetta kallast skríðandi fasismi. Lögbannið stendur enn. Eiga menn bara að bíða næstu kosninga og leyfa skemmdinni að breiðast út? Eða eiga menn að leita leiða til að knýja fram uppskipun með sem allra stytztu millibili þar til Alþingi bætir ráð sitt? Eru meint afbrot stjórnmálamanna og erindreka þeirra annars eðlis en önnur lögbrot? Á að dæma um þau í kjörklefanum frekar en í réttarsölum? Nv. dómsmálaráðherra virðist líta svo á. Hún hafnar dómi Hæstaréttar þess efnis að hún hafi brotið lög með þeim rökum að hún hafi náð endurkjöri eftir að brotið komst í hámæli. Viðhorf hennar og annarra sem eru sama sinnis grafa undan réttarvitund í samfélaginu og undan réttarríkinu. Skemmdin breiðist út. Alþingi ögrar bæði lýðræðinu og réttarríkinu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun