Vansvefta gleymum við Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Kona verður ólétt og við tekur 9 mánaða meðganga. Barnið fæðist og foreldrar gleðjast. Fjölskyldan nýtur 9 mánaða fæðingarorlofs. Að fæðingarorlofi loknu tekur svo við svarthol óvissu og tekjutaps. Einn daginn fær barnið pláss í dagvistun og svefnvana foreldrar komast á fullt í vinnu. Lífið gengur sinn vanagang og það eina sem minnir á þetta tímabil vonleysis, tekjuleysis og svefnleysis er bölvaður yfirdrátturinn. Það hafa flestir upplifað eitthvað þessu líkt og það er eiginlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast í okkar ríka samfélagi sem stærir sig af jöfnuði og kynjajafnrétti. Ég hitti svefnlækni um daginn sem sagði mér að við myndum ekki minningar þegar við erum vansvefta. Kannski er það ein ástæðan, við komumst öll í gegnum þetta og svo fellur þetta bara í gleymskunnar dá svefnleysis. Í dag byrja nær öll börn í dagvistun hjá dagforeldrum og hentar það flestum litlum börnum vel. Því miður hefur fækkað í stétt dagforeldra og við því þarf að sporna. Það þarf að stórauka niðurgreiðslur til dagforeldra og fjölga þeim sem vinna tveir og tveir saman. Kortlagning á leikvöllum borgarinnar sem nú á sér stað mun skila okkur fleiri gæsluhúsum og betri aðstöðu fyrir dagforeldra. Dagforeldrar eru og eiga að vera partur af dagvistunarkerfinu og mega ekki upplifa sig sem tegund í útrýmingarhættu. Reykjavík getur verið stolt af sínum leikskólum sem sinna sínu hlutverki sem fyrsta skólastigið af alúð og starfsfólkinu sem þar vinnur faglegt og ótrúlegt starf á hverjum degi. En það þarf að koma börnum fyrr að og tryggja börnum pláss í sínu hverfi. Þetta gerum við með því að fjölga ungbarnadeildum í öllum hverfum og fara í þær umbætur á starfsumhverfi sem nauðsynlegar eru til þess að við getum mannað nýjar stöður. Við eigum ekki að treysta á að vansvefta foreldrar harki þetta af sér og gleymi. Við eigum einfaldlega að leysa þetta fyrir börnin okkar og samfélagið allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kona verður ólétt og við tekur 9 mánaða meðganga. Barnið fæðist og foreldrar gleðjast. Fjölskyldan nýtur 9 mánaða fæðingarorlofs. Að fæðingarorlofi loknu tekur svo við svarthol óvissu og tekjutaps. Einn daginn fær barnið pláss í dagvistun og svefnvana foreldrar komast á fullt í vinnu. Lífið gengur sinn vanagang og það eina sem minnir á þetta tímabil vonleysis, tekjuleysis og svefnleysis er bölvaður yfirdrátturinn. Það hafa flestir upplifað eitthvað þessu líkt og það er eiginlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast í okkar ríka samfélagi sem stærir sig af jöfnuði og kynjajafnrétti. Ég hitti svefnlækni um daginn sem sagði mér að við myndum ekki minningar þegar við erum vansvefta. Kannski er það ein ástæðan, við komumst öll í gegnum þetta og svo fellur þetta bara í gleymskunnar dá svefnleysis. Í dag byrja nær öll börn í dagvistun hjá dagforeldrum og hentar það flestum litlum börnum vel. Því miður hefur fækkað í stétt dagforeldra og við því þarf að sporna. Það þarf að stórauka niðurgreiðslur til dagforeldra og fjölga þeim sem vinna tveir og tveir saman. Kortlagning á leikvöllum borgarinnar sem nú á sér stað mun skila okkur fleiri gæsluhúsum og betri aðstöðu fyrir dagforeldra. Dagforeldrar eru og eiga að vera partur af dagvistunarkerfinu og mega ekki upplifa sig sem tegund í útrýmingarhættu. Reykjavík getur verið stolt af sínum leikskólum sem sinna sínu hlutverki sem fyrsta skólastigið af alúð og starfsfólkinu sem þar vinnur faglegt og ótrúlegt starf á hverjum degi. En það þarf að koma börnum fyrr að og tryggja börnum pláss í sínu hverfi. Þetta gerum við með því að fjölga ungbarnadeildum í öllum hverfum og fara í þær umbætur á starfsumhverfi sem nauðsynlegar eru til þess að við getum mannað nýjar stöður. Við eigum ekki að treysta á að vansvefta foreldrar harki þetta af sér og gleymi. Við eigum einfaldlega að leysa þetta fyrir börnin okkar og samfélagið allt.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar