Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 20:08 Rob Porter ásamt John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Vísir/Getty Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira