Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 11:45 Gínan sem situr við stýri Tesla Roadster-bílsins hefur hlotið nafnið Stjörnumaðurinn eftir lagi Davids Bowie. Vísir/AFP Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan. Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan.
Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45