OKC vann Golden State en ekkert breytist hjá LeBron og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:30 Russell Westbrook var frábær í nót. Vísir/Getty Tvö efstu lið deildanna í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors og Boston Celtics, töpuðu bæði leikjum sínum í nótt og það gerði líka Cleveland Cavaliers. Houston Rockets nálgast hinsvegar toppinn í vestrinu eftir fimmta sigurinn í röð. Kristaps Porzingis, stjarna New York Knicks, sleit krossband í tapleik á móti Milwaukee Bucks.Russell Westbrook var með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í 125-105 útisigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors. Paul George var síðan með 38 stig fyrir Thunder sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kevin Durant skotaði 33 stig en fékk ekki mikla hjálp frá Skvettubræðrunum Stephen Curry og Klay Thompson sem hittu saman aðeisn úr 4 af 15 þriggja stiga skotum sínum. Þetta var þriðja tap Golden State liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þetta var fyrsti sigur Oklahoma City Thunder á heimavelli Golden State síðan í apríl 2013 en liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð í Oracle Arena. Russell Westbrook var ótrúlegur í fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig og hjálpaði Thunder að ná 42-30 forystu. Draymond Green var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið sína aðra tæknivillu og þá stóð Russell Westbrook upp og klappaði.Jonathon Simmons skoraði 22 af 34 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Orlando Magic vann 18 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 116-98. Cavaliers-liðið skoraði 43 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði síðan ekki í sex og hálfa mínútu í fjórða leikhlutanum. Þetta var fjórtánda tap Clevelands í síðasta 21 leik. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, yfirgaf salinn í öðrum leikhluta vegna veikinda og snéri ekki til baka eftir það. LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en var hvorki með stoðsendningu eða frákast í seinni hálfleiknum þar sem hann glímdi við villuvandræði.Kyle Lowry skoraði 23 stig fyrir Toronto Raptors sem endaði fjögurra leikja sigurgöngu Boston Celtics með 111-91 sigri. C.J. Miles var með 20 stig og DeMar DeRozan skoraði 15 stig. Þetta var fimmti heimasigur Toronto Raptors í röð á móti Boston. Kyrie Irving kom aftur inn í liðið hjá Boston eftir að hafa misst úr þrjá leiki vegna meiðsla. Irving var með 17 stig á 22 mínútum. Þetta var næststærsta tap Boston-liðsins á tímabilinu á eftir 23 stiga tapi á móti Chicago Bulls 11. desember.Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig þegar Milwaukee Bucks vann 103-89 sigur á New York Knicks. Kristaps Porzingis, stjórstjarna New York Knicks, sleit krossband í öðrum leikhluta þegar hann lenti eftir heppnað troðslu. Eric Bledsoe var með 23 stig fyrir Bucks-liðið og Khris Middleton skoraði 20 stig. Enes Kanter var atkvæðamestur hjá New York með 19 stig og 16 fráköst.James Harden var með 36 stig þegar Houston Rockets vann 123-113 sigur á Brooklyn Nets. Harden náði að skora sitt 15 þúsundasta stig í leiknum. Þetta var fimmti sigur Houston í röð en Chris Paul var með 25 stig í leiknum. DeMarre Carroll skoraði 21 stig í sjöunda tapi Brooklyn í síðustu átta leikjum.Joel Embiid skoraði 27 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 115-102 sigur á Washington Wizards. Dario Saric var með 20 stig og J.J. Redick skoraði 18 stig en Philadelpha endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Wizards-liðsins. Bradley Beal skoraði 30 stig fyrir Washington sem tapaði sínum fyrsta leik eftir að þeir misstu John Wall í hnémeiðsli.Brandon Ingram skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann 112-93 sigur á Phoenix Suns. Þetta var ellefti sigur Lakers-liðsins í síðustu fjórtán leikjum. Julius Randle var með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Joe Hart bætti við 15 stigum og 11 fráköstum.Úrslitin úr öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 105-125 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 112-93 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 115-102 Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 108-82 Brooklyn Nets - Houston Rockets 113-123 New York Knicks - Milwaukee Bucks 89-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 111-91 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 116-98 NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Tvö efstu lið deildanna í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors og Boston Celtics, töpuðu bæði leikjum sínum í nótt og það gerði líka Cleveland Cavaliers. Houston Rockets nálgast hinsvegar toppinn í vestrinu eftir fimmta sigurinn í röð. Kristaps Porzingis, stjarna New York Knicks, sleit krossband í tapleik á móti Milwaukee Bucks.Russell Westbrook var með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í 125-105 útisigri Oklahoma City Thunder á meisturum Golden State Warriors. Paul George var síðan með 38 stig fyrir Thunder sem endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kevin Durant skotaði 33 stig en fékk ekki mikla hjálp frá Skvettubræðrunum Stephen Curry og Klay Thompson sem hittu saman aðeisn úr 4 af 15 þriggja stiga skotum sínum. Þetta var þriðja tap Golden State liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þetta var fyrsti sigur Oklahoma City Thunder á heimavelli Golden State síðan í apríl 2013 en liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð í Oracle Arena. Russell Westbrook var ótrúlegur í fyrsta leikhluta þar sem hann skoraði 21 stig og hjálpaði Thunder að ná 42-30 forystu. Draymond Green var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið sína aðra tæknivillu og þá stóð Russell Westbrook upp og klappaði.Jonathon Simmons skoraði 22 af 34 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Orlando Magic vann 18 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 116-98. Cavaliers-liðið skoraði 43 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði síðan ekki í sex og hálfa mínútu í fjórða leikhlutanum. Þetta var fjórtánda tap Clevelands í síðasta 21 leik. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland, yfirgaf salinn í öðrum leikhluta vegna veikinda og snéri ekki til baka eftir það. LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en var hvorki með stoðsendningu eða frákast í seinni hálfleiknum þar sem hann glímdi við villuvandræði.Kyle Lowry skoraði 23 stig fyrir Toronto Raptors sem endaði fjögurra leikja sigurgöngu Boston Celtics með 111-91 sigri. C.J. Miles var með 20 stig og DeMar DeRozan skoraði 15 stig. Þetta var fimmti heimasigur Toronto Raptors í röð á móti Boston. Kyrie Irving kom aftur inn í liðið hjá Boston eftir að hafa misst úr þrjá leiki vegna meiðsla. Irving var með 17 stig á 22 mínútum. Þetta var næststærsta tap Boston-liðsins á tímabilinu á eftir 23 stiga tapi á móti Chicago Bulls 11. desember.Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig þegar Milwaukee Bucks vann 103-89 sigur á New York Knicks. Kristaps Porzingis, stjórstjarna New York Knicks, sleit krossband í öðrum leikhluta þegar hann lenti eftir heppnað troðslu. Eric Bledsoe var með 23 stig fyrir Bucks-liðið og Khris Middleton skoraði 20 stig. Enes Kanter var atkvæðamestur hjá New York með 19 stig og 16 fráköst.James Harden var með 36 stig þegar Houston Rockets vann 123-113 sigur á Brooklyn Nets. Harden náði að skora sitt 15 þúsundasta stig í leiknum. Þetta var fimmti sigur Houston í röð en Chris Paul var með 25 stig í leiknum. DeMarre Carroll skoraði 21 stig í sjöunda tapi Brooklyn í síðustu átta leikjum.Joel Embiid skoraði 27 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 115-102 sigur á Washington Wizards. Dario Saric var með 20 stig og J.J. Redick skoraði 18 stig en Philadelpha endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Wizards-liðsins. Bradley Beal skoraði 30 stig fyrir Washington sem tapaði sínum fyrsta leik eftir að þeir misstu John Wall í hnémeiðsli.Brandon Ingram skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann 112-93 sigur á Phoenix Suns. Þetta var ellefti sigur Lakers-liðsins í síðustu fjórtán leikjum. Julius Randle var með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Joe Hart bætti við 15 stigum og 11 fráköstum.Úrslitin úr öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Oklahoma City Thunder 105-125 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 112-93 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 115-102 Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 108-82 Brooklyn Nets - Houston Rockets 113-123 New York Knicks - Milwaukee Bucks 89-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 111-91 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 116-98
NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira