Beina útsendingu frá fundinum má nálgast hér að neðan en hann hefst klukkan 9:00.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun mun annar áfangi tilraunaverkefnisins hefjast í vor. Þá munu um 2200 af 8500 starfsmönnum borgarinnar vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda.
Sjá einnig: Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku
Fyrrnefnt tilraunaverkefni hófst í mars 2015 og náði það þá til barnaverndar Reykjavíkur og skrifstofu þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts. „Verkefnið gaf góða raun og haustið 2016 bættust nýjar starfsstöðvar við verkefnið en það voru Leikskólinn Hof, Laugardalslaug, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efribyggð og allar hverfis- og verkbækistöðvar borgarinnar,“ segir í lýsingu málþingsins sem hefst klukkan 9 sem fyrr segir. Þar verður fjallað um reynslusögur og næstu skref í verkefninu verða kynnt.
Útsendinguna má sjá hér að neðan
9:00-9:10 Opnunarávarp
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
9:10-9:25 Kynning á niðurstöðum verkefnisins og könnun um upplifun starfsmanna sem tóku þátt í tilrauninni
Magnús Már Guðmundsson, formaður stýrihóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar
9:25-9:35 Sveitarfélögin og stytting vinnuvikunnar
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
9:35-9:50 Viðhorf og upplifun stjórnenda sem tóku þátt í tilrauninni
Eygló Rós Gísladóttir, MSc í mannauðsstjórnun
9:50-10:15 Sálfélagsleg vinnuvernd, vinnutími, streita
Ólafur Þór Ævarsson, Dr. Med., geðlæknir hjá Forvörnum ehf.
10:15-10:30 Kaffi
10:30-10:40 Reynslusaga starfsmanns
Ester G. Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts
10:40-11:00 Um nauðsyn þess að forgangsraða hagsmunum barna
Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og höfundur bókarinnar Árin sem enginn man
11:00-11:10 Reynslusaga starfsmanna
Gróa Sigurðardóttir, leikskólakennari, og Erna Georgsdóttir, félags- og tómstundafræðingur, á leikskólanum Hofi
11:10-11:30 Jafnréttisáhrif styttingar vinnuvikunnar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB
11:30-12:00 Umræður