Íbúalýðræði í borg Dóra Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka-RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipulag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkurborg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórnarlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er einmitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýðræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu tilliti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsingagjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúaverkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbætandi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverfunum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsingamiðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýðræðisþróun Reykjavíkur. Höfundur býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka-RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipulag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkurborg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórnarlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er einmitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýðræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu tilliti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsingagjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúaverkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbætandi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverfunum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsingamiðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýðræðisþróun Reykjavíkur. Höfundur býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun