Segir Demókrata vera landráðamenn fyrir að klappa ekki Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 20:30 Donald Trump á umræddum fundi í Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20
„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29
Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00
Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30