Þúsundir fögnuðu á strætum Philadelphia | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2018 14:30 Stuðningsmenn fögnuðu í nótt. Vísir/Getty Þúsundir fögnuðu sigri Philadelphia Eagles í Super Bowl á strætum borgarinnar í gærkvöldi og langt fram eftir nóttu. Þetta var fyrsti sigur Eagles í Super Bowl í 52 ára sögu leiksins og fyrsti meistaratitill félagsins í NFL deildinni síðan 1960. Philadelphia er annáluð íþróttaborg en stærstu lið hennar hafa ekki notið mikillar velgengni síðustu árin. Þar til í nótt höfðu íþróttalið borgarinnar aðeins unnið einn titil í 35 ár - þegar Philadelphia Phillies vann MLB-meistaratitilinn í hafnabolta. Fagnaðarhöldin fóru að mestu vel fram að sögn lögregluyfirvalda í borginni. Stuðningsmenn komu saman og fögnuðu, sungu og grétu gleðitárum. Grænum flugeldum var skotið á loft og byggingar baðaðar í grænu ljósi. Lítið var um óspektir. Einum bíl var velt og nokkrum flöskum kastað. Þá var einn aðili handtekinn fyrir að reyna að klifra nakinn upp ljósastaur. Reyndar virðast margir í Philadelphia vera áhugasamir um að klifra ljósastaura þegar Eagles gengur vel. Fyrir tveimur vikum, er liðið tryggði sér Þjóðardeildartitilinn, brugðust yfirvöld við því með því að bera feiti á staurana en með takmörkuðum árangri. Í gær var gengið enn lengra og fundið nýtt efni til að bera á staurana. Lögreglan ákvað að bera vökvakerfisolíu [e. hydraulic fluid], sem stundum er kölluð glussi, með að því er virðist góðum árangri.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NFL Tengdar fréttir Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00 Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira
Þúsundir fögnuðu sigri Philadelphia Eagles í Super Bowl á strætum borgarinnar í gærkvöldi og langt fram eftir nóttu. Þetta var fyrsti sigur Eagles í Super Bowl í 52 ára sögu leiksins og fyrsti meistaratitill félagsins í NFL deildinni síðan 1960. Philadelphia er annáluð íþróttaborg en stærstu lið hennar hafa ekki notið mikillar velgengni síðustu árin. Þar til í nótt höfðu íþróttalið borgarinnar aðeins unnið einn titil í 35 ár - þegar Philadelphia Phillies vann MLB-meistaratitilinn í hafnabolta. Fagnaðarhöldin fóru að mestu vel fram að sögn lögregluyfirvalda í borginni. Stuðningsmenn komu saman og fögnuðu, sungu og grétu gleðitárum. Grænum flugeldum var skotið á loft og byggingar baðaðar í grænu ljósi. Lítið var um óspektir. Einum bíl var velt og nokkrum flöskum kastað. Þá var einn aðili handtekinn fyrir að reyna að klifra nakinn upp ljósastaur. Reyndar virðast margir í Philadelphia vera áhugasamir um að klifra ljósastaura þegar Eagles gengur vel. Fyrir tveimur vikum, er liðið tryggði sér Þjóðardeildartitilinn, brugðust yfirvöld við því með því að bera feiti á staurana en með takmörkuðum árangri. Í gær var gengið enn lengra og fundið nýtt efni til að bera á staurana. Lögreglan ákvað að bera vökvakerfisolíu [e. hydraulic fluid], sem stundum er kölluð glussi, með að því er virðist góðum árangri.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00 Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira
Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00
Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34