Boston vann á flautukörfu í nótt: „Vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á Super Bowl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 07:30 Al Horford fagnar sigurkörfunni með félögum sínum í Boston Celtics. Vísir/Getty NBA-leikirnir í körfunni kláruðust snemma í nótt enda var öll bandaríska þjóðin að fara að horfa á Super Bowl. Boston Celtics vann þá sinn fjórða sigur í röð þökk sé flautukörfu frá miðherjanum sínum. Atlanta Hawks snéri nær töpuðum leik í sigur á móti New York Knicks í Madison Square Garden, Giannis Antetokounmpo meiddist en liðsfélagar hans í Milwaukee Bucks kláruðu samt dæmið á móti Brooklyn Nets og þá vann hið unga lið Los Angeles Lakers einn athyglisverðasta sigur sinn í vetur.Al Horford var hetja Boston-liðsins í TD Garden í Boston því hann tryggði liðinu 97-96 sigur á Portland Trail Blazers með flautukörfu. Boston fólkið gat því drifið sig heim til að sjá annað lið frá Boston, New England Patriots, spila í Super Bowl. „Við vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á SuperBowl,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics, en var þá þegar búinn að setja upp New England Patriots húfu. „Al hlýtur að líða svolítið eins og Tom Brady í dag,“ bætti Stevens við brosandi. Al Horford var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Sigurkörfuna skoraði hann með skoti af frekar löngu færi fallandi frá körfunni. Það var enginn Kyrie Irving í liði Boston til að klára þetta í lokin en bakvörðurinn missti af sínum þriðja leik í röð. Jayson Tatum var með 17 stig og Jaylen Brown skoraði 16 stig. C.J. McCollum skoraði mest fyrir Portland eða 22 stig og Damian Lillard var með 21 stig en hitti aðeins úr 6 af 10 skotum. Lillard skoraði samt átta síðustu stig Portland þar á meðal þriggja stiga körfu 7,2 sekúndum fyrir leikslok sem hefði verið sigurkarfa ef ekki hefði komið til hetjudáða Al Horford.Það var sameinað átak hjá byrjunarliðsmönnum Los Angeles Lakers í 108-104 útisigri á Oklahoma City Thunder. Allir skoruðu þeir á bilinu 13 stig til 20 stig og tóku á bilinu 5 til 11 fráköst. Miðherjinn Brook Lopez var stigahæstur með 20 stig, Julius Randle skoraði 19 stig, Brandon Ingram var með 16 stig og Josh Hart skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Síðasti byrjunarliðsmaðurinn var Kentavious Caldwell-Pope sem skoraði 13 stig. Jordan Clarkson kom síðan með 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Brandon Ingram svo gott sem kláraði leikinn með því að verja þriggja stiga skottilraun frá Carmelo Anthony og gefa síðan stoðsendingu fyrir hraðaupphlaupskörfu hjá Julius Randle í beinu framhaldi. Lakers komst þá tíu stigum yfir, 107-97, þegar 68 sekúndur voru eftir. Thunder klóraði aðeins í bakkann en leikurinn var tapaður. Russell Westbrook var með 36 stig og 9 stoðsendingar fryir OKC og Paul George skoraði 26 stig. Carmelo Anthony var með 10 stig og 13 fráköst en klikkaði á 10 af 13 skotum sínum og gaf ekki eina stoðsendingu á 34 mínútum.New York Knicks missti frá sér nánast unninn leik á heimavelli á móti Atlanta Hawks. Atlanta vann leikinn 99-96 en New York var fjórum stigum yfir þegar aðeins 67 sekúndur voru eftir af leiknum. Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 6,7 sekúndum fyrir leikslok en hann var atkvæðamestur hjá Atlanta-liðinu með 19 stig. „Ég trúi því bara ekki að við höfum tapað þessum leik. Þetta var hundrað prósent okkar leikur,“ sagði Kristaps Porzingis og bætti við: „Við erum ekki enn komnir saman sem eitt lið. Við höldum áfram að tapa svona leikjum,“ sagði Porzingis pirraður en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig.Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en það kom ekki að sök í 109-94 sigri Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði með 16 stig og 8 fráköst en þeir Eric Bledsoe (28 stig og 6 stoðsendingar) og John Henson (19 stig og 18 fráköst) áttu báðir mjög góðan leik.Úrslitin úr öllum NBA-leikjunum í nótt: Phoenix Suns - Charlotte Hornets 110-115 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 104-108 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 97-96 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-109 New York Knicks - Atlanta Hawks 96-99 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 101-86 NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira
NBA-leikirnir í körfunni kláruðust snemma í nótt enda var öll bandaríska þjóðin að fara að horfa á Super Bowl. Boston Celtics vann þá sinn fjórða sigur í röð þökk sé flautukörfu frá miðherjanum sínum. Atlanta Hawks snéri nær töpuðum leik í sigur á móti New York Knicks í Madison Square Garden, Giannis Antetokounmpo meiddist en liðsfélagar hans í Milwaukee Bucks kláruðu samt dæmið á móti Brooklyn Nets og þá vann hið unga lið Los Angeles Lakers einn athyglisverðasta sigur sinn í vetur.Al Horford var hetja Boston-liðsins í TD Garden í Boston því hann tryggði liðinu 97-96 sigur á Portland Trail Blazers með flautukörfu. Boston fólkið gat því drifið sig heim til að sjá annað lið frá Boston, New England Patriots, spila í Super Bowl. „Við vildum klára leikinn svo við gætum farið að horfa á SuperBowl,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics, en var þá þegar búinn að setja upp New England Patriots húfu. „Al hlýtur að líða svolítið eins og Tom Brady í dag,“ bætti Stevens við brosandi. Al Horford var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Sigurkörfuna skoraði hann með skoti af frekar löngu færi fallandi frá körfunni. Það var enginn Kyrie Irving í liði Boston til að klára þetta í lokin en bakvörðurinn missti af sínum þriðja leik í röð. Jayson Tatum var með 17 stig og Jaylen Brown skoraði 16 stig. C.J. McCollum skoraði mest fyrir Portland eða 22 stig og Damian Lillard var með 21 stig en hitti aðeins úr 6 af 10 skotum. Lillard skoraði samt átta síðustu stig Portland þar á meðal þriggja stiga körfu 7,2 sekúndum fyrir leikslok sem hefði verið sigurkarfa ef ekki hefði komið til hetjudáða Al Horford.Það var sameinað átak hjá byrjunarliðsmönnum Los Angeles Lakers í 108-104 útisigri á Oklahoma City Thunder. Allir skoruðu þeir á bilinu 13 stig til 20 stig og tóku á bilinu 5 til 11 fráköst. Miðherjinn Brook Lopez var stigahæstur með 20 stig, Julius Randle skoraði 19 stig, Brandon Ingram var með 16 stig og Josh Hart skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Síðasti byrjunarliðsmaðurinn var Kentavious Caldwell-Pope sem skoraði 13 stig. Jordan Clarkson kom síðan með 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Brandon Ingram svo gott sem kláraði leikinn með því að verja þriggja stiga skottilraun frá Carmelo Anthony og gefa síðan stoðsendingu fyrir hraðaupphlaupskörfu hjá Julius Randle í beinu framhaldi. Lakers komst þá tíu stigum yfir, 107-97, þegar 68 sekúndur voru eftir. Thunder klóraði aðeins í bakkann en leikurinn var tapaður. Russell Westbrook var með 36 stig og 9 stoðsendingar fryir OKC og Paul George skoraði 26 stig. Carmelo Anthony var með 10 stig og 13 fráköst en klikkaði á 10 af 13 skotum sínum og gaf ekki eina stoðsendingu á 34 mínútum.New York Knicks missti frá sér nánast unninn leik á heimavelli á móti Atlanta Hawks. Atlanta vann leikinn 99-96 en New York var fjórum stigum yfir þegar aðeins 67 sekúndur voru eftir af leiknum. Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 6,7 sekúndum fyrir leikslok en hann var atkvæðamestur hjá Atlanta-liðinu með 19 stig. „Ég trúi því bara ekki að við höfum tapað þessum leik. Þetta var hundrað prósent okkar leikur,“ sagði Kristaps Porzingis og bætti við: „Við erum ekki enn komnir saman sem eitt lið. Við höldum áfram að tapa svona leikjum,“ sagði Porzingis pirraður en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig.Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en það kom ekki að sök í 109-94 sigri Milwaukee Bucks á Brooklyn Nets. Antetokounmpo endaði með 16 stig og 8 fráköst en þeir Eric Bledsoe (28 stig og 6 stoðsendingar) og John Henson (19 stig og 18 fráköst) áttu báðir mjög góðan leik.Úrslitin úr öllum NBA-leikjunum í nótt: Phoenix Suns - Charlotte Hornets 110-115 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 104-108 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 97-96 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-109 New York Knicks - Atlanta Hawks 96-99 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 101-86
NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira