Merkel gerir tilraun til að ganga frá lausum endum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2018 10:00 Martin Schulz, leiðtogi SDP, Horst Seehofer, leiðtogi CSU og Angela Merkel, leiðtogi CDU. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari mun í dag gera tilraun til að ganga frá lausum endum til að hægt verði að tryggja myndun nýrrar stjórnar Kristilegra demókrata og Jafnaðarmannaflokksins. Rúmir fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu sem fram fóru 24. september síðastliðinn. Þýskir fjölmiðlar segja að flokkarnir hafi gefið eftir í mörgum af helstu baráttumálum sínum til að eiga möguleika á að endurnýja stjórnarsamstarfið. Flokkar Kristilegra demókrata (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2013. Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, þykir taka nokkra áhættu með því að láta reyna á framhaldslíf stjórnarinnar þar sem stuðningur við bæði hann og flokk hans hefur aldrei mælst minni. Áður en möguleg stjórn yrði kynnt þurfa nærri hálf milljón meðlima Jafnaðarmannaflokksins að greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann sem verður væntanlega kynntur á næstu dögum.Vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu Ungliðahreyfing flokksins, Jusos, undir forystu hins 28 ára Kevin Kühnert, fer fyrir þeim armi flokksins sem berst gegn áframhaldandi stjórnarsetu með Kristilegum demókrötum og vill að flokkurinn nái vopnum sínum í stjórnarandstöðu eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum. Í viðræðunum hefur helst verið deilt um innflytjendamál, breytingar á vinnumarkaðslöggjöf og sjúkratryggingakerfi landsins. Eftir því sem stjórnarmyndun hefur dregist á langinn hefur stuðningur við AfD, hægriflokks sem berst gegn straumi innflytjenda til Þýskalands, aukist og mælist hann nú í kringum 14 prósent. Flokkurinn náði í fyrsta skipti mönnum á þýska þingið í haust.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50 Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn til formlegra viðræðna við Merkel Það dregur til tíðinda í Þýsalandi. 21. janúar 2018 21:50
Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel. 19. janúar 2018 07:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“