Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 22:00 Trump er eindregið varaður við því að grípa til þeirra aðgerða sem Nixon greip til á sínum tíma. Vísir/Getty Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu. Washington Post greinir frá. Í yfirlýsingu þingmanna er vísað í hið svokallaða „Laugardagsfjöldamorð“ sem átti sér stað árið 1973 þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, rak Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans. „Brottrekstur Rod Rosenstein, yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu eða Bob Mueller, gæti leitt af sér stjórnarkreppu sem hefur ekki sést síðan í Laugardagsfjöldamorðinu,“ segir í yfirlýsingu demókrata.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsTrump er sagður vilja losna við Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. skipaði hann Robert Mueller, sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins sem leiðir rannsóknina á því hvort framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Forsetinn heimilaði í dag birtingu umdeilds minnisblað sem Trump og repúblikanar segja að sýni fram á að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við Rússarannsóknina. Eru þessar fullyrðingar þó mjög dregnar í efa af demókrötum, sem og embættismönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig:Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Telja embættismenn ekki ólíklegt að Trump muni nota minnisblað sem átyllu til að reka Rosenstein í von um að þar með verði bundinn endir á Rússarannsóknina. Endurtaki sagan sig og reki Trump Mueller eða Rosenstein er þó ekki víst að honum verði að ósk sinni. Aðeins tíu mánuðum eftir að Nixon lét reka Cox hafði hann sagt af sér embætti. Almenningur brást ókvæða við fregnunum og neyddist Nixon til þess að skipa nýjan sérstakan saksóknara, auk þess sem að þingið setti aukinn kraft í rannsókn á Watergate-málinu, sem á endanum leiddi til afsagnar Nixon. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu. Washington Post greinir frá. Í yfirlýsingu þingmanna er vísað í hið svokallaða „Laugardagsfjöldamorð“ sem átti sér stað árið 1973 þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, rak Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans. „Brottrekstur Rod Rosenstein, yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu eða Bob Mueller, gæti leitt af sér stjórnarkreppu sem hefur ekki sést síðan í Laugardagsfjöldamorðinu,“ segir í yfirlýsingu demókrata.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsTrump er sagður vilja losna við Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. skipaði hann Robert Mueller, sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins sem leiðir rannsóknina á því hvort framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Forsetinn heimilaði í dag birtingu umdeilds minnisblað sem Trump og repúblikanar segja að sýni fram á að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við Rússarannsóknina. Eru þessar fullyrðingar þó mjög dregnar í efa af demókrötum, sem og embættismönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig:Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Telja embættismenn ekki ólíklegt að Trump muni nota minnisblað sem átyllu til að reka Rosenstein í von um að þar með verði bundinn endir á Rússarannsóknina. Endurtaki sagan sig og reki Trump Mueller eða Rosenstein er þó ekki víst að honum verði að ósk sinni. Aðeins tíu mánuðum eftir að Nixon lét reka Cox hafði hann sagt af sér embætti. Almenningur brást ókvæða við fregnunum og neyddist Nixon til þess að skipa nýjan sérstakan saksóknara, auk þess sem að þingið setti aukinn kraft í rannsókn á Watergate-málinu, sem á endanum leiddi til afsagnar Nixon.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30