„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 19:45 Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent