Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 17:26 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. Hefur minnisblaðið verið sent til þingsins sem hefur birt það opinberlega. Devin Nunes, formaður njósnamálanefndar bandaríkjaþings, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér.Í minnisblaðinu er því meðal annars haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum grundvelli. Er því haldið fram að FBI og ráðuneytið hafi ekki greint dómara frá því að krafa þeirra um heimild til að njósna um tiltekinn starfsmann framboðs Trump hafi að hluta til verið byggð á gögnum úr afar umdeildri skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBirting minnisblaðsins er afar umdeild en dómsmálaráðuneytið, FBI og demókratar lögðust harðlega gegn því að það yrði birt. Sagði FBI meðal annars að efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan. Gaf Trump til kynna á Twitter í dag að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Óvíst er hvaða áhrif birting minnisblaðsins mun hafa en Washington Post greinir einnig frá því að að embættismenn innan löggæslustofnanna í Bandaríkjunum óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem ástæðu til þess að reka Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna og æðsta yfirmann Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni. Talið er líklegt að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu.The top Leadership and Investigators of the FBI and the Justice Department have politicized the sacred investigative process in favor of Democrats and against Republicans - something which would have been unthinkable just a short time ago. Rank & File are great people!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. Hefur minnisblaðið verið sent til þingsins sem hefur birt það opinberlega. Devin Nunes, formaður njósnamálanefndar bandaríkjaþings, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér.Í minnisblaðinu er því meðal annars haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum grundvelli. Er því haldið fram að FBI og ráðuneytið hafi ekki greint dómara frá því að krafa þeirra um heimild til að njósna um tiltekinn starfsmann framboðs Trump hafi að hluta til verið byggð á gögnum úr afar umdeildri skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBirting minnisblaðsins er afar umdeild en dómsmálaráðuneytið, FBI og demókratar lögðust harðlega gegn því að það yrði birt. Sagði FBI meðal annars að efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan. Gaf Trump til kynna á Twitter í dag að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Óvíst er hvaða áhrif birting minnisblaðsins mun hafa en Washington Post greinir einnig frá því að að embættismenn innan löggæslustofnanna í Bandaríkjunum óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem ástæðu til þess að reka Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna og æðsta yfirmann Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni. Talið er líklegt að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu.The top Leadership and Investigators of the FBI and the Justice Department have politicized the sacred investigative process in favor of Democrats and against Republicans - something which would have been unthinkable just a short time ago. Rank & File are great people!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00