Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 2. febrúar 2018 14:30 Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Glitnir HoldCo gæti tafið fyrir að lögbanni á fréttaflutning Stundarinnar verði aflétt í allt að ár með því að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði blaðið af kröfum félagsins í dag. Annar ritstjóra Stundarinnar segir erfitt að fagna aðstæðum sem séu óeðlilegar í sjálfu sér. Þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi sýknað Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo verður lögbannið áfram í gildi í að minnsta kosti þrjár vikur þar til áfrýjunarfrestur rennur út. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, segir að Glitnir geti tafið það í allt að ár með því að áfrýja til næsta dómstigs. Henni kæmi ekki á óvart að Glitnir áfrýi. „Við vonum auðvitað ekki. Það er náttúrulega búið að úrskurða að þetta var ólögmæt aðgerð. Vonandi láta þeir þar við sitja,“ segir Ingibjörg Dögg.Ekki hægt að þagga niður í umfjöllun fjölmiðla Lögbannið var lagt á í október í fyrra, aðeins rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar. Stundin hafði þá fjallað mikið um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, og vennslamanna hans skömmu fyrir hrunið 2008. Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri blaðsins, segir erfitt að fagna niðurstöðunni því aðstæðurnar séu óeðlilegar í sjálfu sér. „Það á ekki að vera hægt að þagga niður mikilvægar umfjallanir fjölmiðla í lýðræðisríki eins og okkar,“ segir hann.Nægar ástæður sem réttlætu birtingu skrifanna Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Stundarinnar hefði ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræddi en óhjákvæmilegt hefði verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðaði almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Hvernig gögnin komust í hendur blaðamanna Stundarinnar og sú staðreynd að í þeim væru upplýsingar sem féllu undir bankaleynd samkvæmt lögum breytti því ekki. Kröfum Glitnis Holdco um staðfestingu lögbannsins sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði lagt á og öðrum kröfum félagsins á hendur stefndu var því hafnað en kröfum félagsins um afhendingu gagna eða afrita af þeim var vísað frá. Þá voru í dóminum gerðar athugasemdir við meðferð sýslumanns á lögbannsbeiðninni. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur í heild sinni.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Dómur í máli gegn Stundinni í dag Dómur verður kveðinn upp í staðfestingarmáli Glitnis Holdco gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavík media í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf eitt í dag. 2. febrúar 2018 07:00