Kominn í stóra slaginn Telma Tómasson skrifar 2. febrúar 2018 15:15 Elin Holst. Vísir Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07 Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira
Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07
Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sjá meira
„Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15
„Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15