Menntaborgin Reykjavík Skúli Helgason skrifar 2. febrúar 2018 09:00 Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að bjóða börnunum í borginni skóla- og frístundastarf sem er í fremstu röð. Á kjörtímabilinu hefur okkur tekist að hefja mikla sókn í málaflokknum, eftir að okkur tókst að rétta við fjárhag borgarinnar. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um fjórðung, eða níu milljarða króna, á kjörtímabilinu og er nú svo komið að fjármagn til menntamála í borginni er orðið umtalsvert meira en fyrir hrun, á föstu verðlagi. Við hyggjumst byggja áfram á þessum góða grunni á næsta kjörtímabili og tryggja að skóla- og frístundastarf í borginni verði í fremstu röð, svo sannarlega verði hægt að tala um menntaborgina Reykjavík.Þúsundir vinna að menntastefnu Við höfum styrkt innra starf leikskóla, grunnskóla og frístundaþjónustu og sérstakt forgangsmál okkar er að bæta vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks. Síðasta ár höfum við unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030, með því að virkja þær þúsundir starfsmanna sem starfa í skólasamfélaginu í borginni. Vinnan við nýja menntastefnu er á lokametrunum og verður kynnt í febrúar. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf sem svarar kalli nútímans, undirbýr börn og ungmenni fyrir líf í heimi þar sem sköpun, miðlun og nýting þekkingar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ný menntastefna undirstrikar að börnin sjálf eru í aðalhlutverki og daglegt starf snúist í auknum mæli um að kynna fyrir þeim fjölbreytileg viðfangsefni, þroska gagnrýna hugsun og samvinnunám, nýta áhugasvið þeirra og styrkleika í glímu við fjölbreytt verkefni. Menntamál eru málaflokkur framtíðarinnar og ástæða þess að ég hef helgað mig menntamálunum er að þar gefst okkur tækifæri til að sýna hvernig þjóðfélag byggt á jöfnuði lítur út, þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri til að finna hæfileikum sínum farveg. Það er verðugt verkefni sem við getum öll sameinast um að hrinda í framkvæmd. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun