Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 18:45 Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. Dómsmálaráðuneytið sendi beiðnina til Spánar fyrir helgi. Enginn tímafrestur er á henni en óskað var eftir því að málið yrði unnið með hraði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantar einungis afgeiðslu beiðninnar á Spáni til þess að hægt verði að flytja rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðar innflutning á fíkniefnum, til Íslands. Er lögregla bjartsýn á að málið verði afgreitt í þessari viku. Þegar þetta gerist fellur farbannið á Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á spítala á Malaga niður en sjúkraflugvélin sem hún greiddi fyrir með söfnunarfé frá Íslendingum er enn í biðstöðu í Þýskalandi til þess að flytja hana heim undir læknishendur.Húsið er auglýst til sölu á spænskri fasteignasíðu.Stöð 2Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna málsins og mun lögreglan ræða við Sunnu þegar hún kemur til landsins. Hjónin hafa sett húsið sitt í Marbella á sölu en það er metið á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna, samkvæmt skráningu á spænskri fasteignasíðu. Sunna vildi ekki tjá sig um eignina þegar eftir því var leitað en á dögunum sagði hún að fjárhagsörðugleikar hjá eiginmanni sínum gætu hafa leitt hann til fíkniefnainnflutnings.Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.Vísir/Egill„Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima sem tengjast byggingafyrirtækinu hans. Það eru semsagt og voru skuldir þar sem á eftir að gera upp," sagði Sunna í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku. Sigurður rak verktakafélagið SS hús ehf. sem hefur komið að byggingu fjölmargra fasteigna á Íslandi. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun janúar og leikur grunur á undanskotum eigna. Að sögn skiptastjóra hefur verið óskað eftir upplýsingum um millifærslur úr félaginu frá fjölmörgum fjármálastofnunum en kröfulýsingafrestur er hálfnaður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. Dómsmálaráðuneytið sendi beiðnina til Spánar fyrir helgi. Enginn tímafrestur er á henni en óskað var eftir því að málið yrði unnið með hraði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantar einungis afgeiðslu beiðninnar á Spáni til þess að hægt verði að flytja rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðar innflutning á fíkniefnum, til Íslands. Er lögregla bjartsýn á að málið verði afgreitt í þessari viku. Þegar þetta gerist fellur farbannið á Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á spítala á Malaga niður en sjúkraflugvélin sem hún greiddi fyrir með söfnunarfé frá Íslendingum er enn í biðstöðu í Þýskalandi til þess að flytja hana heim undir læknishendur.Húsið er auglýst til sölu á spænskri fasteignasíðu.Stöð 2Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna málsins og mun lögreglan ræða við Sunnu þegar hún kemur til landsins. Hjónin hafa sett húsið sitt í Marbella á sölu en það er metið á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna, samkvæmt skráningu á spænskri fasteignasíðu. Sunna vildi ekki tjá sig um eignina þegar eftir því var leitað en á dögunum sagði hún að fjárhagsörðugleikar hjá eiginmanni sínum gætu hafa leitt hann til fíkniefnainnflutnings.Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.Vísir/Egill„Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima sem tengjast byggingafyrirtækinu hans. Það eru semsagt og voru skuldir þar sem á eftir að gera upp," sagði Sunna í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku. Sigurður rak verktakafélagið SS hús ehf. sem hefur komið að byggingu fjölmargra fasteigna á Íslandi. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun janúar og leikur grunur á undanskotum eigna. Að sögn skiptastjóra hefur verið óskað eftir upplýsingum um millifærslur úr félaginu frá fjölmörgum fjármálastofnunum en kröfulýsingafrestur er hálfnaður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59
Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09