Sighvatur pakkaði enska UFC-kappanum saman Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 19:30 Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“ MMA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“
MMA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira