Sighvatur pakkaði enska UFC-kappanum saman Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 19:30 Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“ MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“
MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira