Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikina á HM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 11:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/EPA Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram. Stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins munu væntanlega fjölmenna til Rússlands í sumar en fyrir þá ferð þarf að huga að mörgu. Það er gott að vita að mjög ströng öryggisgæsla verður í kringum leikina á HM í Rússlandi en það þýðir jafnframt að íslensku stuðningsmennirnir verða að vera með allt sitt á hreinu í sumar. Öryggismálin verða áberandi á meðan á HM stendur en allt kapp verður lagt á að mótið verði stóráfallalaust. Því má búast við gríðarlega mikilli öryggisgæslu í kringum alla keppnisstaði og á stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman. Hér fyrir neðan fer brot úr skjalinu sem kemur að öryggismálunum. Áhorfendur ættu að búa sig undir það að sækja leiki og komast inn á leikvangana verði líkast því að fara um alþjóðlega flugvelli, með mikilli öryggisgæslu, vopnaleit, skilríkjaeftirliti og áberandi vopnaðri gæslu allt í kring. Öryggisgæsla verður einnig mjög áberandi innan leikvanganna og meiri en Íslendingar eiga að venjast. Sinn er siður í landi hverju og mega áhorfendur búast við mikilli formfestu og ströngum reglum í kringum útgáfu og meðhöndlun skilríkja og annarra leyfa. Þetta ætti ekki að koma áhorfendum í koll en mikilvægt er að kynna sér reglur og fara eftir þeim. Stuðningsfólk íslenska landsliðsins ætti að hafa í huga líkt og allir ferðamenn að sýna almenna kurteisi og virðingu fyrir sögu og menningu lands og þjóðar. Ósæmileg eða ógnandi hegðun eða drykkjulæti verða bönnuð í kringum og á leikvöngunum. Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikvanginn. Þetta er hluti af öryggisgæslunni og ekki frábrugðið því sem áhorfendur kynntust í kringum suma leiki á EM í Frakklandi 2016. Mögulega verða hömlur á áfengissölu hertar ef þurfa þykir af öryggisástæðum en heilt yfir litið verður heimilt að kaupa bjór ásamt annarri hressingu í þar til gerðum sjoppum innan „Fan Zone“ og leikvangsins. Það má lesa meira úr skjalinu Spurt og svarað um HM 2018 með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira
Sendiráð Íslands í Moskvu hefur tekið saman skjal með helstu þáttum sem huga þarf að ef stefnan er sett á heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram. Stuðningsmenn íslenska fótboltalandsliðsins munu væntanlega fjölmenna til Rússlands í sumar en fyrir þá ferð þarf að huga að mörgu. Það er gott að vita að mjög ströng öryggisgæsla verður í kringum leikina á HM í Rússlandi en það þýðir jafnframt að íslensku stuðningsmennirnir verða að vera með allt sitt á hreinu í sumar. Öryggismálin verða áberandi á meðan á HM stendur en allt kapp verður lagt á að mótið verði stóráfallalaust. Því má búast við gríðarlega mikilli öryggisgæslu í kringum alla keppnisstaði og á stöðum þar sem fólk kemur til með að safnast saman. Hér fyrir neðan fer brot úr skjalinu sem kemur að öryggismálunum. Áhorfendur ættu að búa sig undir það að sækja leiki og komast inn á leikvangana verði líkast því að fara um alþjóðlega flugvelli, með mikilli öryggisgæslu, vopnaleit, skilríkjaeftirliti og áberandi vopnaðri gæslu allt í kring. Öryggisgæsla verður einnig mjög áberandi innan leikvanganna og meiri en Íslendingar eiga að venjast. Sinn er siður í landi hverju og mega áhorfendur búast við mikilli formfestu og ströngum reglum í kringum útgáfu og meðhöndlun skilríkja og annarra leyfa. Þetta ætti ekki að koma áhorfendum í koll en mikilvægt er að kynna sér reglur og fara eftir þeim. Stuðningsfólk íslenska landsliðsins ætti að hafa í huga líkt og allir ferðamenn að sýna almenna kurteisi og virðingu fyrir sögu og menningu lands og þjóðar. Ósæmileg eða ógnandi hegðun eða drykkjulæti verða bönnuð í kringum og á leikvöngunum. Ölvuðum áhorfendum verður ekki hleypt inn á leikvanginn. Þetta er hluti af öryggisgæslunni og ekki frábrugðið því sem áhorfendur kynntust í kringum suma leiki á EM í Frakklandi 2016. Mögulega verða hömlur á áfengissölu hertar ef þurfa þykir af öryggisástæðum en heilt yfir litið verður heimilt að kaupa bjór ásamt annarri hressingu í þar til gerðum sjoppum innan „Fan Zone“ og leikvangsins. Það má lesa meira úr skjalinu Spurt og svarað um HM 2018 með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Sjá meira