Opnum þennan markað Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. febrúar 2018 08:00 Samgöngumál eru mörgum hugleikin þessa dagana og af mörgu að taka. Einn angi þessa umfangsmikla málaflokks sem lítið hefur farið fyrir snýr að leigubílaakstri. Samkvæmt núgildandi reglugerð um leigubifreiðar teljast þær til almenningssamgangna og eins og með margt annað í því kerfi er tímabært að gera bragarbót á. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði þar sem lagt er til að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Til að leigubílar geti sinnt hlutverki sínu í almenningssamgöngukerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði. Heilbrigð samkeppni er lykillinn í því að ná þessum markmiðum. Að þeim uppfylltum gætu fleiri lagt einkabílnum varanlega, kjósi þeir að gera svo, og nýtt strætisvagna og leigubíla í bland til að sinna erindagjörðum sínum með minni kostnaði, minna álagi á vegakerfið, minna svifryki og aukinni umhverfisvernd. Meðal kvaða sem núgildandi kerfi felur í sér má nefna að leyfishafar hafi leigubílaakstur að meginatvinnu. Kerfið hindrar þar með námsfólk og einstaklinga með skerta starfsgetu í að starfa sem leigubílstjórar. Einnig má nefna kröfur um að leyfishafar séu skráðir eigendur leigubílsins sem þeir aka og að öryrkjar þurfi að framvísa meðmælum frá Öryrkjabandalaginu og tryggingayfirlækni. Er ekki námskeið og próf til að hljóta atvinnuleyfi nægilegur mælikvarði á hæfni einstaklinga til að keyra leigubíla? Loks er þarft að endurskoða núgildandi kröfu um að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu séu í öllum leigubílum. Þetta ákvæði hamlar m.a. tæknilegri framþróun á borð við greiðslu í gegnum snjallsímaforrit en slíkt greiðsluform er lykilþáttur í því að opna íslenskan markað fyrir þjónustu fyrirtækja á borð við Uber og Lyft sem margir þekkja að utan. Sú þjónusta byggir á grundvelli samningsfrelsis og kostum deilihagkerfisins. Það væri vægast sagt sérkennilegt að ætla í fullri alvöru að ræða uppbyggingu almenningssamgöngukerfisins án þess að horfa til þessara þátta.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Leigubílar Samgöngur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samgöngumál eru mörgum hugleikin þessa dagana og af mörgu að taka. Einn angi þessa umfangsmikla málaflokks sem lítið hefur farið fyrir snýr að leigubílaakstri. Samkvæmt núgildandi reglugerð um leigubifreiðar teljast þær til almenningssamgangna og eins og með margt annað í því kerfi er tímabært að gera bragarbót á. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði þar sem lagt er til að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Til að leigubílar geti sinnt hlutverki sínu í almenningssamgöngukerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði. Heilbrigð samkeppni er lykillinn í því að ná þessum markmiðum. Að þeim uppfylltum gætu fleiri lagt einkabílnum varanlega, kjósi þeir að gera svo, og nýtt strætisvagna og leigubíla í bland til að sinna erindagjörðum sínum með minni kostnaði, minna álagi á vegakerfið, minna svifryki og aukinni umhverfisvernd. Meðal kvaða sem núgildandi kerfi felur í sér má nefna að leyfishafar hafi leigubílaakstur að meginatvinnu. Kerfið hindrar þar með námsfólk og einstaklinga með skerta starfsgetu í að starfa sem leigubílstjórar. Einnig má nefna kröfur um að leyfishafar séu skráðir eigendur leigubílsins sem þeir aka og að öryrkjar þurfi að framvísa meðmælum frá Öryrkjabandalaginu og tryggingayfirlækni. Er ekki námskeið og próf til að hljóta atvinnuleyfi nægilegur mælikvarði á hæfni einstaklinga til að keyra leigubíla? Loks er þarft að endurskoða núgildandi kröfu um að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu séu í öllum leigubílum. Þetta ákvæði hamlar m.a. tæknilegri framþróun á borð við greiðslu í gegnum snjallsímaforrit en slíkt greiðsluform er lykilþáttur í því að opna íslenskan markað fyrir þjónustu fyrirtækja á borð við Uber og Lyft sem margir þekkja að utan. Sú þjónusta byggir á grundvelli samningsfrelsis og kostum deilihagkerfisins. Það væri vægast sagt sérkennilegt að ætla í fullri alvöru að ræða uppbyggingu almenningssamgöngukerfisins án þess að horfa til þessara þátta.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar