Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 07:29 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. Trump sagði á Twitter síðu sinni að hann væri hryggur að FBI hafi misst af vísbendingum um Cruz „Þetta er ekki viðunandi. Þeir eyða of miklum tíma í að reyna að sanna leynimakk Rússa og Trump framboðsins. Það var ekkert leynimakk. Lítið aftur á aðalatriðin og gerið okkur öll stolt,“ skrifaði Trump.Very sad that the FBI missed all of the many signals sent out by the Florida school shooter. This is not acceptable. They are spending too much time trying to prove Russian collusion with the Trump campaign - there is no collusion. Get back to the basics and make us all proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2018 FBI hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfasistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Árásin í Flórída á miðvikudag var sú mannskæðasta síðan árið 2012 og hefur endurvakið umræðuna um strangari vopnalög vestra. Nemendur sem lifðu árásina af hafa krafist þess að skotvopnalöggjöfin verði hert og gagnrýna forsetann fyrir að þiggja fjárhagsstyrk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna (NRA) í kosningabaráttunni. Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara á fimmtudag.SkjáskotÁ föstudag ákærði alríkisdómstóll í Bandaríkjunum þrettán rússneska ríkisborgara og þrjá rússneska lögaðila sem sakaðir eru um að hafa haft afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og framgang lýðræðis þar í landi. Trump hefur ítrekað neitað því að eiga í samskiptum við yfirvöld í Moskvu. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Donald Trump Skotárás í Flórída Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. Trump sagði á Twitter síðu sinni að hann væri hryggur að FBI hafi misst af vísbendingum um Cruz „Þetta er ekki viðunandi. Þeir eyða of miklum tíma í að reyna að sanna leynimakk Rússa og Trump framboðsins. Það var ekkert leynimakk. Lítið aftur á aðalatriðin og gerið okkur öll stolt,“ skrifaði Trump.Very sad that the FBI missed all of the many signals sent out by the Florida school shooter. This is not acceptable. They are spending too much time trying to prove Russian collusion with the Trump campaign - there is no collusion. Get back to the basics and make us all proud!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2018 FBI hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfasistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Árásin í Flórída á miðvikudag var sú mannskæðasta síðan árið 2012 og hefur endurvakið umræðuna um strangari vopnalög vestra. Nemendur sem lifðu árásina af hafa krafist þess að skotvopnalöggjöfin verði hert og gagnrýna forsetann fyrir að þiggja fjárhagsstyrk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna (NRA) í kosningabaráttunni. Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara á fimmtudag.SkjáskotÁ föstudag ákærði alríkisdómstóll í Bandaríkjunum þrettán rússneska ríkisborgara og þrjá rússneska lögaðila sem sakaðir eru um að hafa haft afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og framgang lýðræðis þar í landi. Trump hefur ítrekað neitað því að eiga í samskiptum við yfirvöld í Moskvu. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Rússarnir hafi notast við falskar Facebook-færslur og auglýsingar til að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir í Bandaríkjunum á meðan kosningabaráttu stóð á milli Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016. Er því haldið fram að með rekstri þessa máls gegn Rússunum sé verið að reyna að endurvekja traust á bandarísk stjórnmál. Á meðal þess sem er ákært er fyrir er samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað.
Donald Trump Skotárás í Flórída Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira