„Bílstjórinn er miður sín eftir þetta“ Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2018 14:51 Strætóbílstjóri missti stjórn á skapi sínu eftir að barn kastaði klaka í framrúðu bílsins. Vísir/Vilhelm Strætóbílstjóri sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa ráðist á 11 ára gamalt barn var látinn laus eftir skýrslutöku. Hann mun þó ekki aka á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður um tildrög málsins segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó að barnið hafi kastað klaka í framrúðu bílsins. Bílstjórinn hafi þá misst stjórn á skapi sínu og hlaupið út úr bílnum. „Þetta kom mér í opna skjöldu. Ég hafði aðeins heyrt frá Kynnisferðum að þetta væri rólegur og góður strákur,“ segir Guðmundur um strætisvagnsstjórann. „Bílstjórinn er miður sín eftir þetta.“ Einnig tekur hann fram að hann telji bílstjórann ekki hafa gert sér grein fyrir hversu ungt barnið var. Um það sem atvikaðist nákvæmlega eftir að bílstjórinn rauk út vildi Guðmundur ekki fullyrða. „Leyfum lögreglunni bara að klára sitt.“ Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu hefur svipaða sögu að segja um tildrög málsins. Snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bílsins en ekki hafi neinu verið kastað inn í bílinn. Aðspurður hvort bílstjórinn hafi sparkað í barnið segir Guðmundur hann aðeins grunaðan um það. Atvikið átti sér stað í Gnoðarvogi en bílstjórinn var síðan handtekinn á Hlemmi. Strætisvagninn sem um ræðir var að fara leið 14. Lögreglumál Tengdar fréttir Strætóbílstjóri leiddur út í járnum Bílstjórinn, sem vinnur fyrir Kynnisferðir, er grunaður um að hafa ráðist á 11 ára gamalt barn sem kastaði snjóbolta í vagninn. 16. febrúar 2018 19:31 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Strætóbílstjóri sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa ráðist á 11 ára gamalt barn var látinn laus eftir skýrslutöku. Hann mun þó ekki aka á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður um tildrög málsins segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó að barnið hafi kastað klaka í framrúðu bílsins. Bílstjórinn hafi þá misst stjórn á skapi sínu og hlaupið út úr bílnum. „Þetta kom mér í opna skjöldu. Ég hafði aðeins heyrt frá Kynnisferðum að þetta væri rólegur og góður strákur,“ segir Guðmundur um strætisvagnsstjórann. „Bílstjórinn er miður sín eftir þetta.“ Einnig tekur hann fram að hann telji bílstjórann ekki hafa gert sér grein fyrir hversu ungt barnið var. Um það sem atvikaðist nákvæmlega eftir að bílstjórinn rauk út vildi Guðmundur ekki fullyrða. „Leyfum lögreglunni bara að klára sitt.“ Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu hefur svipaða sögu að segja um tildrög málsins. Snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bílsins en ekki hafi neinu verið kastað inn í bílinn. Aðspurður hvort bílstjórinn hafi sparkað í barnið segir Guðmundur hann aðeins grunaðan um það. Atvikið átti sér stað í Gnoðarvogi en bílstjórinn var síðan handtekinn á Hlemmi. Strætisvagninn sem um ræðir var að fara leið 14.
Lögreglumál Tengdar fréttir Strætóbílstjóri leiddur út í járnum Bílstjórinn, sem vinnur fyrir Kynnisferðir, er grunaður um að hafa ráðist á 11 ára gamalt barn sem kastaði snjóbolta í vagninn. 16. febrúar 2018 19:31 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Strætóbílstjóri leiddur út í járnum Bílstjórinn, sem vinnur fyrir Kynnisferðir, er grunaður um að hafa ráðist á 11 ára gamalt barn sem kastaði snjóbolta í vagninn. 16. febrúar 2018 19:31